Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 109
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
107
tóku hinir undir viðlagið, ráku upp
grimmdarleg hreystiöskur og líktu
eftir dauðahryglu. Sannur Sonur
fann til villts unaðar, sem hann
hafði aldrei kynnzt áður. Fyrir aug-
um sínum sá hann rauða þoku, sem
litaði allt rautt sem blóð. Hann
varð gagntekinn af villtari ofsa en
hann hafði áður fundið til í nokkrum
leikjum sínum. Síðan gekk Thitpan
á undan þeim út. úr ráðstefnuhúsinu,
en hinir fylgdu á eftir honum í
halarófu.
FYRSTU HÖFUÐLEÐRIN
Sannur Sonur gerði sér grein fyr-
ir því í upphafi leiðangursins, að
austanvindurinn blés á móti þeim
öðrum megin, en á hina hliðina
var vindurinn suðlægur. Hann fann
þetta af hreyfingu mosans á trján-
um og halla sólargeislanna. Þeir
héldu yfir Ohiofljótið og klöngruð-
ust upp ókunnar hæðir hinum meg-
in. Svo skiptu þeir liði í skógi vöxn-
um dal. Annar flokkurinn hélt á-
fram að þræða stíginn undir leið-
sögn Svarts Fisks, en hinir héldu í
suðurátt ásamt þeim Thitpan og
Cuyloga, en Vantrúarseggur sagði,
að þar væri að finna kofa hvítra
manna. Drengirnir tveir voru í hóp
Svarts Fisks.
Síðari hluta dagsins mættust hóp-
arnir svo að nýju. Sannur Sonur
tók strax eftir því, að menn Thit-
pans komu með talsvert herfang
og einnig sitt hvað fleira. Það var
sem heitur straumur færi um æð-
ar honum, er hann sá fyrstu höfuð-
leðrin. Eitt þeirra var dökkrauð-
leitt og Ijótt og líktist einna helzt
ryðguðu járni, ananð var brúnt
með gráum hárum á víð og dreif,
og svo var enn eitt minna með
löngu, fíngerðu hári, mjög Ijósu.
Það líktist einnna helzt ungum
víðisprotum snema á vorin.
„Jukella! Æ, ég vildi, að ég hefði
verið svona heppinn að fá að vera
með þeim!“ sagði Hálfa Ör.
Drengirnir hlustuðu á frásögn af
bardaganum, er safnazt var saman
kringum eldinn um kvöldið. Her-
kænskubrögðum var lýst nákvæm-
lega, hverju merki, hverri hreyfingu,
blekkingunum, sem hepnuðust full-
komlega, og fyrirsátinni, einnig hin-
um aumu tilraunum hvítu mann-
anna til þess að komast undan á
flótta eða biðja sér griða. Lýst var
hinum heimskulegu og árangurs-
lausu orðum, sem þeir höfðu hróp-
að upp, þegar þeir báðu til þessa
Guðs síns án nokkurs árangurs.
Þau orð stoðuðu hvítu mennina
lítið núna.
Drengirnir fylgdust ákafir með
því, er þeir, sem höfuðleðrunum
höfðu náð, þurrkuðu þau, teygðu
þau á rauðum gjörðum og skáru
af allar ójöfnur á jöðrunum með
hnífum sínum. Hálfa Ör tók upp
skinnbútana, sem þeir hentu. Hann
saumaði litlu bútana saman með
þræði úr dádýrshúð og bjó þann-
ig til lítið höfuðleður handa sjálf-
um sér. Drengirnir settu það síðan
upp á staur, dönsuðu í kringum það
og sungu sigursöngva, er lýstu
djúpri fyrirlitningu á hvítu mönn-
unum.
En Sannur Sonur gat ekkLgleymt'
litlu fínlegu.s'kinnbútunum með
löngu mjúku hárunum, sem voru
á litinn eins og ungir víðissprotar