Úrval - 01.12.1965, Side 112
110
ÚRVAL
ist nálgast þá. En dagurinn leið
og einnig sá næsti, og einu verurn-
ar, sem fóru um ána, voru Þeir-
Sem-Fara-Sjálfhangandi eða fugl-
arnir og Þeir-Sem-Fara-Í-Bugðum
eða fiðrildin. Þriðja daginn sagði
Thitpan, að nú væru þeir búnir
að bíða nógu iengi. Þeir ræddu um,
hvað gera skyidi, og greiddu at-
kvæði með þeirri tillögu Thitpans,
að halda skyldi yfir ána. En þá kom
Vantrúarseggur hlaupandi. Hann
hafði staðið kyrr á sínum varðstað
allan tímann. Hann hafði nú komið
auga á stóru flatbytnuna, fulla af
hvítu fólki, rétt við efri beygjuna
á ánni. Sönnum Syni var hjálpað
að klæða sig í búning hvítu mann-
anna í hinum mesta flýti. Og svo
var hann sendur út í ána. Áin var
ekki mjög köld, er hann óð út í,
og samt fann drengurinn, að hann
skalf.
Báturinn var stærri en þeir höfðu
búizt við. Hann var hlaðinn hvítu
fólki og eignum þess. Sönnum Syni
varð sem snögg'vast hugsað til allra
höfuðleðranna og herfangsins, og
hann fann, að blóð hans tók að
ólga við þessa tilhugsun. Vissulega
hlaut hann að fá sinn skerf af því
öllu saman, því að án hans gátu
hinir ekkert aðhafzt. Hann lyfti
tómum höndunum hátt yfir höfuð
sér og hrópaði yfir ána til Yeng-
wenna, hvítu mannanna.
„Bræður! Hjálp! Bræður, ég er
enskur. Ég hef hvítt skinn eins og
þið!“
Það sást g'reinilega að báturinn
hægði ferðina. Bátnum var bæði
róið með árum og ýtt áfrarn með