Úrval - 01.12.1965, Side 113
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
111
stjökum. En mennirnir í bátnum
hættu nú að róa og ýta bátnum á-
fram. Fólkið í bátnum starði á
drenginn í ánni, og báturinn barst
undan straumnum. Brátt var hann
kominn svo nálægt drengnum, að
Sannur Sonur gat greint það á bún-
ingi fólksins, að í bátnum voru all-
margar konur.
„Mæður! Takið mig með ykkur!
Mæður! Sko, ég er hvítur drengur!
Mæður! Takið mig með ykkur, því
að annars svelt ég í hel!“
Hann gat heyrt háværar umræður
um það í bátnum, hvað gera skyldi.
Hann skildi megnið af samtalinu.
Sumir trúðu honum og vildu taka
hann upp í bátiinn. Aðrir heimt-
uðu, að haldið skyldi áfram. Þeir
tortryggðu þennan einkennilega
ungling, sem stóð þarna úti í ánni.
Hvers vegna kallaði hann þau bræð-
ur og mæður líkt og villimennirnir
gerðu? Og hvers vegna var hár hans
skorið að hætti Indíána, snöggt í
hliðum með kamb á miðjum hvirfl-
inum? Einn maðurinn lýsti því yfir,
að hann kæmi ekki feti nær honum,
jafnvel þótt drengurinn héldi á
biblíu í hendinni. En ein af kon-
unum kallaði hina skræfur og rag-
geitur. Hún sagðist mundu grípa
til áranna og róa sjálf til hans, ef
þeir væru of hræddir til þess að
bjarga honum.
Sumir mennirnir létu undan
hvatningu hennar. Smám saman
nálgaðist þessi hlaðna flatbytna
drenginn. Henni var róið skáhalt
yfir ána. Sannur Sonur gat fundið
vaxandi eftirvæntingu og fögnuð
sinna földu vina að baki sér.
Svo hreyfði sig einhver skyndi-
lega í bátnum, og þá kom i ljós
barn. Þetta var drengur á aldri við
Gordie. Hann var klæddur dökk-
gráum fötum, svipuðum og litli,
hvíti bróðir hans klæddist venju-
lega. Sannur Sonur starði á dreng-
inn og hætti skyndilega að hrópa
og biðja hvíta fólkið um hjálp.
Var það mögulegt, að hinir hvítu
foreldrar hans væru í bátnum, að
þeir hefðu haldið vestur á bóginn
í leit að honum og hefðu tekið Gor-
die með sér?
Sem snöggvast gleymdi hann,
hver hann var. Hann gleymdi því
einnig hvar hann var staddur. Hann
gerði sér aðeins grein fyrir því,
að barn þetta, sem líktist Gordie
svo mjög, nálgaðist sífellt hina
leyndu riffla og stríðsaxir félaga
hans.
Skyndilega sagði barnið eitthvað
við móður sína, og það var sem
Sannur Sonur hefði verið skekinn
til, er han heyrði þessa mjóu barns-
rödd.
„Farið burt með hann! Þetta er
fyrirsát!" æpti hann skyndilega.
Mennirnir í bátnum stóðu þarna
sem steinrunnir eitt augnablik.
Sannur Sonur sá svip undrunar og
skelfingar bregða fyrir í svip hvítu
konunnar. Svo gripu mennirnir ár-
ar sínar og stjaka sem óðir væru
til þess að komast úr skotmáli. Nú
sáu Indíánarnir, að herfangið var
að ganga þeim úr greipum, og
hleyptu af rifflum sínum. Sannur
Sonur beygði sig niður, er kúlurnar
þutu yfir höfuð honum. Hann sá
þrekinn mann í bátunm detta endi-
langan ofan í bátinn, en báturinn
var það langt undan, að fæst skot-