Úrval - 01.12.1965, Blaðsíða 116
114
ÚRVAL
að geta horft í augu systra hans,
sem halda, að regnboginn endi beint
uppi yfir honum? Bræður! Það er
auðveldara fyrir mig að berjast
einn gegn ykkur öllum en að snúa
heim aftur og segja, að Cuyloga
hafi staðið kyrr án þess að aðhaf-
ast nokkuð á meðan bræður hans
brenndu son hans á báli í reiði
sinni.“
Með snarleika pardusdýrsins
Langrófu gróf hann hníf úr belti
sér og skar á böndin, sem drengur-
inn var bundinn með. Svo stóð hann
þarna og beið árásar þeirra. En
þeir hófust ekki handa. Stríðsmenn-
irnir voru svo undrandi, að þeim
féllust alveg hendur. Þeir horfðu
bara á það, sem fram fór, ólund-
arlegir á svip, en samt líkt og berg-
numdir af þessum harmleik, sem nú
var leikinn. Nú sáu þeir fyrir sér
hinn mikla Cuyloga í allri sinni
hreysti og öllu sínu ærðuleysi. Eng-
inn þeirra vissi, hvað hann mundi
gera næst.
Þegar hann sá, að þeir hikuðu við
að ráðast gegn honum, sneri hann
sér aftur að drengnum. Hann var
ekkert blíðari á manninn en áð-
ur. Jafnvel var hann nú fremur
kuldalegri og virðulegri.
„Sannur Sonur,“ hóf hann máls.
„Þegar þú varst mjög lítill drengur,
tók ég þig til fósturs og gerði þig
að syni mínum. Þú varst mér sem
minn eigin sonur. Ég kenndi þér að
tala rétt mál. Ég kenndi þér mun-
inn á réttu og röngu. Þér var kennt
um veiðar og hin ýmsu veiðidýr
og þau merki, sem fara má eftir,
þegar leita skal bráðina uppi. Þér
var kennt að veiða og skjóta. Ég
sagði við sjálfan mig, að þú mund-
ir sjá mér fyrir bjarnarfeiti og villi-
bráð, þegar tæki að braka í mín-
um gömlu beinum. Ég hugsaði sem
svo, að þú mundir verða sá eldur,
sem mundi hlýja mér í ellinni, þeg-
ar aldur lífsins kulnar og verð-
ur smám saman að ösku. Aldrei
dat mér það í hug, að þú mundir
snúast gegn mér og að ég yrði að
senda þig aftur til hvíta fólksins
þíns. Ég leit alltaf á þig sem Indí-
ána. Ég hallaði mér á öxl þína sem
værir þú stafur mér til stuðnings.
Nú er sá stafur brotinn.“
Sannur Sonur hlustaði á orð hans
hrærður í huga. „Faðir minn!“ sagði
hann. „Ég mun aldrei snúa aftur
til hvítu mannanna. Þeir eru mér
algerlega framandi. Þeir eru óvin-
ir mínir. Faðir minn! Ef þú sendir
mig burt, þá verð ég að fara, en ég
fer samt aldrei til hvítu mannanna."
Faðir hans horfði lengi á hann,
og svipur hans bar vott um hörku-
legan strangleika og meðaumkun í
senn. Svo hóf hann loks máls að
nýju:
„Sannur Sonur! Þú heldur, að
þú gerir það ef til vill ekki núna.
En þú munt snúa aftur til þeirra,
eftir að þú ert búinn að dvelja
fjarri okkur um tíma. Sannur Son-
ur! Þú hefur hjarta Indíána. Þú
hefur höfuð Indíána. En blóð þitt
er enn þunnt eins og blóð þeirra
hvítu. Það getur ekki blandazt hin-
um hraustlega roða Indíánablóðsins.
Sannur Sonur! Við verðum að ganga
héðan á burt saman. Þegar við kom-
um að vegi hvíta mannsins, verður
þú að fara í aðra áttina, en ég fer
í hina. Og þá munu vegir okkar