Úrval - 01.12.1965, Side 117
LJÓSIÐ í SKÓGINUM
115
skilja að fullu. Vegurinn á milli
okkar mun lokast fyrir fullt og allt.
Við erum ekki lengur sonur og fað-
ir. Við erum óvinir. Þegar þú hitt-
ir mig einhvern tíma í orrustu, verð-
ur þú að drepa mig, því að slíkt hið
sama verð ég að gera við þig.“
Munnur drengsins var sem lam-
aður. Hann gat ekki komið upp
neinu orði. Hann horfði aðeins á
föður sinn, þennan föður, sem hann
elskaði nú og þráði heitar en nokkru
sinni fyrr.
Þeir tóku báðir upp farangur sinn.
Það urðu engar kveðjur. Cuyloga
var þegar kominn af stað, og nú
hélt Sannur Sonur á eftir honum
upp eftir árstígnum. Um hádegis-
bil næsta dag komu þeir að vaði.
Breiður stígur lá að því úr norðri
og hélt áfram hinum megin. Það fór
hrollur um drenginn, er hann sá,
að stígur þessi var allur sundur-
skorinn eftir hjólin á vögnum hvítu
mannanna. Faðir hans sagði dap-
urri röddu. „Hérna skiljum við að
skiptum. Hér iokast vegurinn á
milli okkar. Minn staður er hérna
megin vaðsins. Þinn staður er hin-
um megin. Snúir þú aftur, get ég
ekki tekið á móti þér, og hinir munu
drepa þig.“
Drengurinn stóð þarna lengi þög-
uil í bragði. Hann vissi, að faðir hans
beið þess, að hann héldi burt. Að
lokum steig hann nokkur skref í
áttina frá honum, en þegar hann
kom alveg fast að vaðinu, sneri hann
sér við og sagði:
„Faðir minn, Kveðjumst við
núna?“
„Óvinir gera ekki slíkt,“ sagði
Cuyloga við hann hvössum rómi.
„Ég er ekki lengui- faðir þinn né
þu sonur minn.“
„Hver er þá faðir minn?“ hrópaði
drengurinn í örvæntingu og snerí
sér undan í flýti til þess að leyna
tárunum, sem komu fram í augu
hans.
Honum barst ekkert svar. Eftir
augnablik þvingaði hann sig til
þess að vaða út í ána. Þá datt hon-
um skyndilega í hug, að þetta væri
einmitt í annað skiptið, sem hann
var neyddur til þess að vaða gegn-
um þennan lifandi dauða. Það var
ekki liðið ár, síðan hann hafði ver-
ið neydur til að skilja við þá Hálfu
Ör og Litla Hegra. Þá höfðu þeir
orðið eftir síðdegismegin árinnar
alveg eins og faðir hans núna. Og
þá hafði hann fundið til sömu bitru
sorgarkenndarinnar sem núna. Og
þá hafði hann verið neyddur til
þess gegn vilja sínum að setjast að
hjá hvíta fólkinu — alveg eins og
núna.
En hann hefði samt með glöðu
geði skipt á þessari stundu og
stundinni minnisstæðu, hefði hann
Vandaöu mál þitt— SVÖR
1. að kryppla, að böggla, 2. Jand-
ræma, jaðar, 3. að dunda við e-ð, 4.
að spara mat eða hey, 5. að aga, að
refsa, 6. að dekra við e-n, 7. að tauta,
að skríða, 8. að deyja, 9. vanþrif, 10,
að hreyfa sig, 11. hrjóstrugt land,
12. orðrómur, 13. að veiða vel, 14.
baldinn hestur, 15. viðskotaillur, 16.
að hefta hest, 17. að misþyrma e-m,
18. fylgdarmaður, þung byrði, 19.
mergð, þyrping, 20. hræðilegur.