Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 129
DRENGURINN, SEM NEFNDUR VAR ....
127
hann oíkaði um allt húsið í leik
með hinum krökkunum og reyna
að skemmta þeim, sem mest hann
mátti. Tveim vikum seinna fór ég
með hann til sjúkrahússins.
í þetta skipti var hann mjög
hræddur. Hann nefndi það ekki, en
ég þóttist skilja, að hann byggist
jafnvel við dauða sínum. Samt hafði
hann öðlazt hinn óbilandi kjark sinn
á ný morguninn, sem hann var flutt-
ur inn á skurðstofuna. Ég sá að
hann mundi hafa grátið um nóttina,
en hann sagði: — Nú er ég ekki
hræddur lengur, marnma.
Ég fann, að hann tók nærri sér
við að harka af sér, þegar ég kyssti
hann og þeir óku honum burtu.
Ég reyndi aó sætta mig við hið
versta.
Nú fóru daprar stundir í hönd
íyrir mig og manninn minn, þar
sem við sátum í biðstofunni. í hvert
sinn og dyr voru opnaðar hrökk ég
við og bjóst við högginu. Ég reyndi
að vera undið það versta búin. 1
þessi tíu ár, sem Jónatan haíði lif-
að, hafði hann sýnt meira hugrekki
og kæti, en flest annað fólk á langri
ævi. Við höfðum í rauninni verið
hamingjusöm að mega hafa hann
meðal okkar í fjölskyldunni. Lík-
omságalli hans hafði gert okkur
ljóst, hversu dýrmætt lífið er. Hann
hafði hrist okkur úr sinnisleysi hins
daglega lífs, og látið okkur minnk-
ast okkar fyrir að gera veður af
smáóþægindum, og búsorgum, sem
fylgja daglegu lífi. Við styrktumst
öll og efldumst við að hjá hugrekki
barnsins. Mér varð hugsað til þess,
hvernig iíf okkar, sem eftir mynd-
um lifa, yrði án Jónatans. Ef við
sæjum ekki framar bros hans né
heyrðum glaðan hlátur hans og öll
sú tilbreyting, sem hann hafði fært
okkur hyrfi með öllu. Og klukku-
stund leið eftir klukkustund og
þetta var langur biðtími.
En allt líður og loks opnuðust
dyrnar á skurðstofunni og læknir-
inn stóð í dyrunum, og strauk af sér
svitann. Mér fannst ég varla í fyrst-
unni ætla að geta trúað orðum hans.
Það hefur allt gengið til þessa
eins og við gerðum ráð fyrir að
bezt yrði, og eins og er, líður hon-
um ágætlega.
Tíu dögum síðar, fékk Jónatan
nýjkn læknisdóm, og nú var það
ekki dauðadómur, eins og áður hafðí
jafnan verið, heldur sögðu lækn-
arnir, að hann yrði ævilangur
hjartasjúklingur, en lífi hans þyrfti
ekki að vera hætta búin, ef hann
breytti samkvæmt því. Síðast í
apríl, var hann fær um að fara með
skólafélögunum í dýragarðinn, sem
hann hafðí mikið yndi af. Og síð-
ast i rriaí, fór hann í fyrsta sinn á
æfinni að taka þátt í erfiðum leikj-
um félaganna. Það tjóar ekkert
lengur að minna hann á að hjarta
hans sé ekki öruggt. Hann svarar
bara: — Hvers hjarta er öruggt?
Og það þýðir heldur ekki, að segja
neinum í okkar fjölskyldu að und-
ur geti ekki enn skeð. Við vitum nú
betur.