Úrval - 01.12.1965, Qupperneq 130
128
ÚRVAL
Svo^a eR JLifÍfl
Eftir eina eða tvær kynslóðir þarf
unga fólkið ekki að vera að þrábiðja
pabba gamla að lána því lykilinn að
fjölskyldubílnurn.
Barnabörn okkar munu bara stökkva
upp í loftsleðann sinn, setja hann í
samband við svæðisrafreikni, velja
sér ákvörðunarstað, hraða og hæð
með því að snúa skifu og komast
hvert sem er á nokkrum augnablik-
um. . Herbert H. Swinburne
-—★
Sir Geoffrey de Freitas þingmaður
sagði mér frá því, að hann hefði feng-
ið heilahristing í bifreiðaslysi og hefði
svo spurt lækni nokkurn, hvort hann
vær inú orðinn nógu hress til þess
að hefja þingstörf að nýju.
„Já, já, mikil ósköp,“ hljóðaði hið
uppörvandi svar, „þér megið snúa
aftur í Parlamentið og halda eins
mikið af ræðum og þér viljið — með-
an þér gætið þess bara að nota ekki
heilann." K.R.
-—★
1 nýafstöðnum infiúensufaraldri í
Moskvu átu Moskvubúar 500 tonn af
hvitlauk, eða fjórðung venjulegrar
ársneyzlu þar í borginni.
Nú benda sovézkir læknar á, að Það
sé bara hjátrú, að það sé nokkuð gagn
i hvítlauk sem slíku læknislyfi, og
hafa þeir beðið Moskvubúa um að
leggja ekki lengur trúnað á slíka
firru.
English Digest
T--+
Prestur í kirkju einni í Derryhreppi
í Iriandi spurði söfnuðinn: „Er nokk-
ur hér, sem veit af einhverri fram-
bærilegri ástæðu gegn því, að þessi
hjónaefni verði sameinuð í hjóna-
bandi?“
„Já!“ hrópaði maður einn á aft-
asta bekk. Fólkið sneri sér við með
hryllingu í svipnum, er hann þramm-
aði inn eftir kirkjugólfinu hörkuleg-
ur á svip. Hann gek að hjónaefn-
unum, náfölnaði og hörfaði síðan
undan.
„Almáttugur!" stundi hann upp
„Vitlaus kirkja!"
-—+
Fyrrverandi skipstjóri sagði eitt
sinn við nokkra kunningja sína, að
hann ætlaði að ganga úr Congrega-
tionalist-söfnuðinum og ganga í
biskupakirkjuna. Þá spurði einn
þeirra: „Nú, hvernig ætlarðu að
vita, hvenær þú átt að krjúpa, að
rísa á fætur eða setjast?" Þá svaraði
sá gamli: „O, ég sit bara aftur í skut
og rís og fell með ölduganginum."
-—★
Paul Brooks kom auga á litla uglu,
sem sat hreyfingarlaus á grein í skóg-
inum nálægt heimili hans. Um þenn-
an fund þeirra skrifaði hann eftir-
farandi orð: „Þegar við, ég og uglan,
horfðumst í augu, varð mér hugsað
til hins snjalla svars E.B. White, er
hann var að því spurður, hvort han
gerði mikið að því að skoða fugla:
„Jú,“ svaraði hann, og þeir skoða
mig."