Úrval - 01.05.1966, Page 10

Úrval - 01.05.1966, Page 10
8 TJRVAL foli. Hann hataði beizlið, og einnig var honum meinilla við, þegar ver- ið var að járna hann. Hann var mjög duttlungafullur, hvað starfið snerti. Hann fór aldrei með góðu fram hjá hestum, sem komu á móti honum, og hann snarsneri sér jafn- vel við, þegar hann sá þá. Ég lét sem ég sæi þetta ekki og hvatti hann rólegur áfram í þá átt, sem við höfðum verið að fara í, og lét eins og ekkert hefði í skorizt. Síðar skildi ég ástæðuna fyrir ó- styrk hans. Einn fyrrverandi eig- enda hans hafði leyft hverjum sem var að setjast á bak Teja og lemja hann, ef hann gerði hina minnstu tilraun til þess að hreyfa sig. Slíkt átti víst að kenna honum hlýðni. Þessi hörkulega meðferð varð á hinn bóginn til þess að grafa undan vilja hans og þori. Það eru margar aðferðir til þess að gera hest hiýðinn. Mæti hestur- inn skilningi og fái hann tíða umbun fyrir góða frammistöðu, mun hann hlýðnast með gleði, en það þýðir með öðrum orðum, að hann mun hafa ánægju af starfi sínu. Viljugur hestur, sem vill standa sig vel, mun ætíð gera sitt bezta til þess að þóknast húsbónda sín- um. Einn Napolihesturinn minn, sem bar nafnið Afríka, er gott dæmi um það. Þegar hann gerði eitthvað skakkt eða hafði náð valdi yfir nýrri æfingu, varð hann svo æstur, að tennumar glömruðu í munni hans. Til þess að mér tækist að róa hann, varð ég að láta sem ekkert væri og sýna honum það ótvírætt. Rólyndir hestar eru miklu betri. Þeir taka aldrei neitt ónauðsynlegt skref og eyða ekki styrk sínum til einskis. Það er mjög athyglisvert að sjá, hvernig hestar hegða sér hver gagn- vart öðrum. Það getur verið um að ræða nána vináttu þeirra á milli eða ofsalega andúð. Ég varð þessa sérstaklega var hjá Lipizzanerhest- unum, því að þeir hafa mjög sterkt einstaklingseðli. Þegar við vorum í sýningarferðum, tók ég eftir því hvað eftir annað, að þeir létu sem þeir sæju varla ókunnuga hesta, sem þeir. voru að keppa við, en fylgd- ust aftur á móti mjög vel með því, hvernig hesthús félagar þeirra stóðu sig. Á sýningu einni var Afríka eitt sinn í návist nokkurra ókunn- ugra hryssa. Hann leit varla á hið fagra kyn, þótt þær reyndu nokkr- um sinnum að nálgast hann, heldur beið hann óþolinmóður eftir Teja, félaga sínum og hneggjaði til hans, þegar hann nálgaðist. Oft kom það fyrir, að hestar voru þegar svarnir óvinir, þegar þeir komu í Spænska reiðskólann. Oft hafði þá eitthvað það atvik komið fyrir í haganum, sem þeir gátu ekki gleymt. Slíkir graðhestar eru aldr- ei látnir vera nálægt hvor öðrum, hvorki í hesthúsum né á sýningum, því að það mundi vera stöðugar ýfingar þeirra í milli. f Schlosshof voru tveir sprækir graðhestar slíkir óvinir, að það var ekki hægt að fara með þá út úr hesthúsinu samtímis, heldur varð að vera a.m.k. götubreidd á milli þeirra, ef vel átti að fara. Eitt sinn voru knapar þeirra niðursokknir í samræður og tóku þeir þá ekki eft- ir því, að hestarnir voru farnir að nálgast hvor annan. Skyndilega reis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.