Úrval - 01.05.1966, Side 16
14
ÚRVAL
leysi, þá er sveín næstu nætur ekki
komtnn undir því, hvað þú aðhefst
daginn áður, heldur að miklu leyti
hvernig þú framkvæmir það, sem
þú aðhefst. Jafnvel þótt starf dags-
ins hafi valdið taugaspennu, þá und-
irbýr það þig undir hvíld og svefn,
ef því er algerlega lokið, þegar
starfsdeginum er lokið. En sé um
að ræða starf, er veldur spennu, sem
þú losnar ekki við, en heldur sjálf-
ur við, þá mun slik spenna halda
fyrir þér vöku.“
Taugaspenna og álag örvar fram-
leiðslu vaka (hormóna), sem hafa
örvandi áhrif á þig. Á kvöldin ættu
menn því að forðast allt það, sem
framkallar taugaspennu. Þú skalt
gerast rórri, eftir því sem nær dreg-
ur háttatíma. Því betur sem þér
tekst slíkt, þeim mun betur muntu
hvílast.
9. Leitaðu einverunnar.
Maðurinn hefur þörf fyrir fleira
en samvistir við aðra: Þær eru ekki
nein allsherjarlausn. Öllum er ein-
vera og næði einnig nauðsynlegt.
Slíkt geta menn öðlazt með því
hlusta á tónlist, virða fyrir sér dá-
semdir Móður Náttúru eða ástunda
hugleiðingar og bænir. Sumir búa
yfir þeim hæfileika, að þeir geta
útilokað sig frá umheiminum og
fundið til einverunnar mitt í mann-
þrönginni eða inn^n um hávaða
og glamur á stórri skrifstofu.
10. Lærðu að slaka á og hvíla þig.
Milljónir eru háðar róandi lyfj-
um eða víni til þess að geta slakað
á og hvílzt. Ert þú ef til vill einn
þeirra? Um þetta fyrirbrigði segir
dr. James P. Hendrik við Duke-há-
skólann: „Nútímalíf er þrungið
taugaspennu og kvíða, hvað margt
fólk snertir, en það er mjög óvitur-
legt að nota daglega róandi lyf sem
fróun vegna slíkrar taugaspennu og
kvíða. Þegar starf þitt virðist vera
orðið allt of þrúgandi og krefjast
allt of mikils af þér, minnztu þess
þá, að það er næstum alltaf unnt að
fresta einhverju þangað til síðar.
Einbeittu þér að einhverju vissu við-
fangsefni í einu. Þá muntu afkasta
meiru, og það mun draga úr tauga-
spennu þinni og álagi“.
Þú ert kannske að reyna að kom-
ast yfir of mikið, dreifa kröftum þín-
um um of við allt of mörg viðfangs-
efni. Hvíldin hefur verið kölluð hið
róandi taugalyf Móður Náttúru.
Sumt fólk kann þá list að hvílast.
Það virðist hafa lært hana starx við
fæðingu. En aðrir verða að læra þá
list.
Þetta þýðir alls ekki, að menn
þurfi að kasta öllu frá sér eða setj-
ast í helgan stein að meira eða
minna leyti. Slíkt skapar einmitt
taugaspennu hjá sumum einstakl-
ingum, að áliti dr. Jerome Tobis
við Læknaskóla New Yorkborgar.
11. Hafðu gætur á tilfinningum þín-
um.
Sumt fólk ergir sig yfir hlutun-
um, atburðum og aðstæðum, en að-
hefst ekkert. Annað fólk gefur til-
finningunum meira lausan tauminn,
án þess að láta skynsemina taka
afstöðu í málunum.
„Tilfinningar í uppnámi, tjáning
reiði, andúðar og andstöðu, ótta,
kvíða, og öryggisleysis, allt eru þetta