Úrval - 01.05.1966, Síða 16

Úrval - 01.05.1966, Síða 16
14 ÚRVAL leysi, þá er sveín næstu nætur ekki komtnn undir því, hvað þú aðhefst daginn áður, heldur að miklu leyti hvernig þú framkvæmir það, sem þú aðhefst. Jafnvel þótt starf dags- ins hafi valdið taugaspennu, þá und- irbýr það þig undir hvíld og svefn, ef því er algerlega lokið, þegar starfsdeginum er lokið. En sé um að ræða starf, er veldur spennu, sem þú losnar ekki við, en heldur sjálf- ur við, þá mun slik spenna halda fyrir þér vöku.“ Taugaspenna og álag örvar fram- leiðslu vaka (hormóna), sem hafa örvandi áhrif á þig. Á kvöldin ættu menn því að forðast allt það, sem framkallar taugaspennu. Þú skalt gerast rórri, eftir því sem nær dreg- ur háttatíma. Því betur sem þér tekst slíkt, þeim mun betur muntu hvílast. 9. Leitaðu einverunnar. Maðurinn hefur þörf fyrir fleira en samvistir við aðra: Þær eru ekki nein allsherjarlausn. Öllum er ein- vera og næði einnig nauðsynlegt. Slíkt geta menn öðlazt með því hlusta á tónlist, virða fyrir sér dá- semdir Móður Náttúru eða ástunda hugleiðingar og bænir. Sumir búa yfir þeim hæfileika, að þeir geta útilokað sig frá umheiminum og fundið til einverunnar mitt í mann- þrönginni eða inn^n um hávaða og glamur á stórri skrifstofu. 10. Lærðu að slaka á og hvíla þig. Milljónir eru háðar róandi lyfj- um eða víni til þess að geta slakað á og hvílzt. Ert þú ef til vill einn þeirra? Um þetta fyrirbrigði segir dr. James P. Hendrik við Duke-há- skólann: „Nútímalíf er þrungið taugaspennu og kvíða, hvað margt fólk snertir, en það er mjög óvitur- legt að nota daglega róandi lyf sem fróun vegna slíkrar taugaspennu og kvíða. Þegar starf þitt virðist vera orðið allt of þrúgandi og krefjast allt of mikils af þér, minnztu þess þá, að það er næstum alltaf unnt að fresta einhverju þangað til síðar. Einbeittu þér að einhverju vissu við- fangsefni í einu. Þá muntu afkasta meiru, og það mun draga úr tauga- spennu þinni og álagi“. Þú ert kannske að reyna að kom- ast yfir of mikið, dreifa kröftum þín- um um of við allt of mörg viðfangs- efni. Hvíldin hefur verið kölluð hið róandi taugalyf Móður Náttúru. Sumt fólk kann þá list að hvílast. Það virðist hafa lært hana starx við fæðingu. En aðrir verða að læra þá list. Þetta þýðir alls ekki, að menn þurfi að kasta öllu frá sér eða setj- ast í helgan stein að meira eða minna leyti. Slíkt skapar einmitt taugaspennu hjá sumum einstakl- ingum, að áliti dr. Jerome Tobis við Læknaskóla New Yorkborgar. 11. Hafðu gætur á tilfinningum þín- um. Sumt fólk ergir sig yfir hlutun- um, atburðum og aðstæðum, en að- hefst ekkert. Annað fólk gefur til- finningunum meira lausan tauminn, án þess að láta skynsemina taka afstöðu í málunum. „Tilfinningar í uppnámi, tjáning reiði, andúðar og andstöðu, ótta, kvíða, og öryggisleysis, allt eru þetta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.