Úrval - 01.05.1966, Síða 19

Úrval - 01.05.1966, Síða 19
NÝ AÐFERÐ TIL AÐ KOMA í VEG FYRIR ... 17 ardýr. Helzta einkenni hennar er það, að í vissum slagæðum og á vissum stöðum safnast fyrir fitu- agnir og mynda lög innan á æð- unum og þrengja þær. Vissar slag- æðar verða fyrir barðinu á henni, en aðrar fá að vera að mestu ó- áreittar. Enginn veit um ástæðuna fyrir þessu, en kransæðunum virð- ist sérstaklega hætta til að fá slíka stíflu. Þessar örlitlu æðar, sem liggja inn í hj artavöðvann, flytja honum blóð mínútu eftir mínútu, ár eftir ár. Þær halda jafnvel á- fram að næra hjartavöðvana, eftir að þær eru byrjaðar að stíflast. Eftir því sem stíflan vex, geta kom- ið fram hjartaverkir (angina) hinir sáru verkir, sem gefa til kynna, að hjartanu berist ekki nægileg næring. En slíkir verkir fylgja ekki alltaf æðastíflu. Það getur verið um að ræða töluverða stíflu, án þess að henni fylgi slíkír verkir. En hvort um slíka verki er að ræða eða ekki, þá getur blóðkökkur stíflað kransæð algerlega á broti úr sekúndu. Blóðtappi þessi getur lokað fyrir blóðrennslið til stórs eða lítils hluta hjartavöðvans. Sé það svæði hjartavöðvans stórt, sem skortir þannig næga næringu, mun sjúklingurinn deyja. Sé svæðið lítið mun sá hluti hjartavöðvans deyja, en hinn hluti hjartavöðvans mun lifa áfram, og því mun sjúklingur- inn einnig lifa áfram. Hann getur lifað af nokkur slík hjartaslög, áð- ur en hann fær aðalhjartaslagið að lokum, sem bindur endi á líf hans. Hann getur jafnvel fengið slík minni háttar áföll, eitt eða fleiri, án þess að verða þeirra var. Flestir hafa heyrt getið um fólk, sem gengst undir ýtarlega læknisskoðun og virðist vera við góða heilsu, en deyr síðan af hjartaslagi nokkrum mán- uðum eða vikum síðar, jafnvel að- eins nokkrum dögum síðar. Krans- æðastífluprófanir eru alls ekki full- komlega öruggar, þannig að þeim megi treysta fyllilega. Hjartaafrit- ið (ECG), sem mælir raforkustarf- semi hjartans, er bezta algenga skoðunaraðferðin. En hjartaafrit, sem sýnir eðlilega hjartastarfsemi, merkir ekki endilega, að ekki geti verið um neina hjartasjúkdóma að ræða hjá viðkomandi manni, því að það sýnir ekki nein viðvörunar- merki í 50—80% allra „angina pectoris“-tilfella. Læknar álíta, að hægt sé að endurbæta þessa skoðunaraðferð og gera hana áreiðanlegri en hún er. Aðalvandinn hefur verið fólginn í túlkun línurita þeirra, sem tækið sýnir af raforkustarfsemi hjartans. Oft kemur læknum alls ekki saman um, hvað línuritin merkja í raun og veru í einstökum tilfellum, en sé leitað aðstoðar rafreikna til slíkr- ar túlkunar, virðist mega treysta niðurstöðum þeirra að mestu leyti. í sjúkrahúsi George Washington- háskólans í Washington var raf- reiknir mataður á niðurstöðum nokkur þúsund hjartaafrita. Það virðist koma fram geysilega mikið samræmi í sjúkdómsgreiningum raf- reiknisins eða 97,3%. f samanburði við þessar niðurstöður má geta þess, að sjúkdómsgreiningu tveggja læknahópa, sem látnir voru meta niðurstöður sömu hjartarafrita, bar aðeins saman, hvað 60% tilfell-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.