Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 20
18
ÚRVAL
anna snerti.
Binar nýju röntgenkvikmyndir
gera læknum nú fært að sjá krans-
æðarnar að starfi og taka myndir
af því, sem raunverulega er að ger-
ast innan í þeim. Læknirinn F. Ma-
son Sones jr. við sjúkrahúsið Cleve-
land Clinic á heiðurinn af að hafa
fullkomnað þessa aðferð og gert
hana nothæfa. Hún ber hið langa
heiti „selective cine coronary arte-
riography" (kransæðaskoðunar-
kvikmyndun). Sjúklingurinn, sem
er með fullri meðvitund, en stað-
deyfður, liggur á borði beint undir
röntgenmyndatökuvél með sérstök-
um útbúnaði, þ.e. „image amplifi-
er“ (myndamagnara), sem lýsir
röntgengeislana, svo að þeir sjá-
ist greinilega og hægt sé að taka
hraðkvikmyndir af þeim.
Smáskurður er gerður á slagæð
í handlegg og þunnri plastslöngu
er stungið þar inn. Læknarnir beina
slöngunni varlega upp eftir hand-
leggnum og fylgiast með ferð henn-
ar upp eftir honum með hjálp
„myndamagnarans" (image amp-
lifier), allt þar til hún beygir nið-
ur í brjóstholið og kemst inn í
kransæð þar. Síðan er sérstökum
vökva sprautað inn í slönguna, en
vökvi þessi sýnist svartur á „mynd-
skerminum“. Hann nær fljótt til
kransæðarinnar og skolast fljótt út
í blóðrásina, ef allt er með felldu.
En kvikmyndavél tekur mjög skýr-
og ýtarlega kvikmynd af því, sem
fram kemur á myndskerminum og
sýnir það í minnstu smáatriðum.
Síðan athuga læknar þær kvik-
myndir í góðu tómi og geta komið
auga á þau svæði í æðunum, þar
sem streymi hins svarta vökva
verður fyrir hinni minnstu hindr-
un, en slíkt er merki um, að þar
þrengist kransæðin. Þessar kvik,-
myndir gefa læknunum þannig
tækifæri til mjög nákvæmrar stað-
arákvörðunar æðastíflunnar.
Dr. Sones og samstarfsmenn hans
hófu tilraunir með þessa nýju sjúk-
dómsgreiningaraðferð árið 1955, og
síðan hafa þeir tekið þúsundir slíkra
kvikmynda og rannsakað niður-
stöður þeirra mjög gaumgæfilega.
Haustið 1963 tókst þeim að full-
komna stereokerfi, en með því er
hægt að taka röntgenkvikmyndir
í þrívídd. Árangurinn af slíkum
myndatökum hefur verið „ótrúleg-
ur“, svo að viðhöfð séu ummæli dr.
Stones sjálfs. „Það er hægt að sjá
æðar, sem eru aðeins %o úr milli-
metra í þvermál (Yioon úr þuml.)
og sjá þær í þrívídd.
Slík stereoathugun tekur um 5
mínútur. Hún hefur reynzt ótrú-
lega örugg í leit að slíkum æða-
göllum og hefur getað sagt rétt til
um það í 98% tilfella, hvar slíkir
sjúkdómar væru teknir að hreiðra
um sig og hverjir mættu þannig
búast við hiartaslagi fyrr eða síð-
ar. Við skoðun 3.300 sjúklinga hóps
virðist þessi sjúkdómsgreiningarað-
ferð aðeins hafa brugðizt í 4 tilfell-
um, þ.e. hún sýndi þá „eðlilegar“
kransæðar, en þessir sjúklingar
reyndust síðan vera með kransæða-
sjúkdóma.
Þessi sjúkdómsgreiningaraðferð
gegnir einnig mikilvægu hlutverki
á þann hátt, að hún gefur greini-
lega til kynna, þegar ekki er um
neina kransæðasjúkdóma að ræða.