Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 24

Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 24
22 ÚRVAL settu meðlimir hjarðarinnar til að bera kennd fyrir því, hvað viðeig- andi er hverju sinni. Þetta sést, þegar kýr eru bundnar í fjósi til mjalta og gjafa. Sérhver kýr fer sjálfviljug á sinn stað, og við slík- ar aðstæður hef ég séð mjög auð- mjúka og lítilláta kú krefjast réttar síns gagnvart miklu sterkari og virðulegri kú, sem hafði óvart far- ið á þann bás, sem lítilláta kýrin átti tilkall til. Jafnvel þótt kýr sé ekki nógu sterk til þess að reka slíka boðflennu burt, krefst hún samt réttar síns til bássins með því að ganga fast upp að boðflennunni og þrengja að henni, þangað til kúahirðirinn kemur á vettvang til þess að sjá um, að öllu réttlæti sé framfylgt. Kýr sýna einnig tilhneigingu til þess að bindast vináttuböndum við þær kýr innan hjarðarinnar, sem njóta svipaðrar samfélagslegrar virðingar og gera þá gagnkvæma „snyrtisamninga" við þessar stall- systur sínar, þannig að þær sleikja og snurfusa hvor aðra. Þessi vin- átta helzt, þegar þær eru á beit í haganum hlið við hlið eða í ná- munda hvor við aðra. Þessu má líkja við börn í skóla, sem helzt vilja sitja hjá vinum sínum og leik- félögum. En þessi vináttukennd kúnna virðist ekki ná til neins meiri háttar örlætis, því að ég hef séð slíka „perluvini" keppa vægðar- laust, þegar um það hefur verið að tefla, hvor hljóta skuli eitthvert góðgæti, sem er af skornum skammti. í slíkum tilfellum kæfir sjálfsbjargarviðleitnin niður vin- áttukenndina. Ef til vill er hegðun hjarðarinn- ar mest hrífandi, þegar einhver kýr- in fæðir kálf. Fæðist kálfurinn úti í haganum, mun hjörðin alls ekki skeyta um kúna, meðan á fæðingar- hríðunum stendur, en hún dregur sig þá venjulega í hlé undir lim- girðingu eða tré og bíður þess, að kálfurinn fæðist. Hjörðin mun láta sem hún sjái hana ekki, heldur bíta á víð og dreif um hagann og snúa öll í sömu átt, líkt og ekkert óvænt væri að gerast. En það, sem á eftir fer, sýnir ó- tvírætt, að kýrnar vita ofurvel, hvað er að gerast. Kýrin verður sjálf að gera sitt ýtrasta til þess að fæða af sér kálfinn. Venjulega tekur þetta hana frá 20 mínútum upp í eina klukkustund, og leggst kýrin þá niður til þess að þrýsta kálfinum að lokum út úr sér. Síðan rís hún á fætur og karar kálfinn, þangað til hann er þurr, og hvetur hann svo til þess að rísa upp og næra sig á hinni ríkulegu mjólk, sem júgur hennar hefur verið að tútna út af síðustu 12 tímana eða svo. Venjulega er kálfurinn staðinn upp, áður en 5 mínútur eru liðnar. Og þegar hann rís upp, gerist dá- lítið, sem er í rauninni í hæsta máta furðulegt. Jafnvel þótt hjörðin sé langt í burtu, mun forystukýrin líta í áttina til kýrinnar og nýfædda kálfsins hennar. Hún hnykkir til höfðinu, og um leið hætta allar kýrnar að bíta og snúa við, líkt og samkvæmt skipun. Og síðan koma þær allar á stökki í áttina til kýrinn- ar. Og þær láta í ljósi gleði sína með því að setja öðru hverju upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.