Úrval - 01.05.1966, Side 26
tökkar neglur, klofnar negl-
ur, mjúkar neglur og harðar
neglur, neglur bitnar upp í
kviku og neglur, sem líkjast
klóm, neglur með grópum og negl-
ur með blettum, inngrónar neglur.
Neglur geta valdið djúpri örvænt-
ingu hverrar þeirrar konu, sem
þráir að hafa fagrar hendur — já,
og einnig fagra fætur.
Sagt er, að gömlu kínversku
mandarínarnir hafi látið sér vaxa
þriggja þumlunga langar neglur og
klætt þær gullnum hlífum. Lík-
lega hafa þeir gert það til þess að
sýna, að þeir væru of tiginbornir
til þess að óhreinka hendur sínar
á vinnu, sem aðeins hæfði þrælum
og verkamönnum. Og á svipaðan
hátt hefur siálfsagt myndazt sú
skoðun, að fínar hendur og neglur
væru tignarmerki, nokkurs konar
höfðingíatákn. Hin tigna frú fékkst
ekki við auðvirðileg störf og lét
því vinnukonurnar um heimilis-
störfin. Slíkt var fyrir neðan virð-
ingu hennar. Hinar fullkomnu negl-
ur hennar svndu, svo að ekki varð
um villzt. að hún væri nægilega rík
til þess að hafa margar vinnukon-
ur í þiónustu sinni. En nú á dögum,
þegar flestir karlar og konur verða
að vinna, er miklu erfiðara að halda
nöglupum í góðu lagi. Neglur verða
fyrir alls konar hniaski, höggum
og rispum. Óhreinindi eiga einnig
greiðari aðgang að nöglum starf-
andi fólks, og oft valda óhreinindi
þessi ígerð við naglrótina.
Já, jafnvel snyrting naglanna get-
ur reynzt þeim hættuleg. Sé not-
að of mikið af naglalakki og nagla-
Neglur
og
hirðing
þeirra
Astand naglanna getur
gefið vísbendingu um
ástand heilsu þinnar í dag.
Eftir
Dr. Tavistock.
lakkeyði, þorna- neglurnar um of
og verða stökkar, þannig að þær
verða mjög ójafnar í endann, al-
settar skörðum og oddum. Enn
hættulegra er að hrófla mikið við
naglaböndunum. Naglaböndin eru
þunnar himnur, sem eiga að vernda
rótina efst á nöglinni, halda frá
henni vatni, sóttkveikjum, þvotta-
efnum, skósvertu og öðru slíku.
Snyrtið þau, en skiljið samt eitthvað
eftir af þeim. Sé stöðugt verið að
ýta þeim inn og tæta þau í sund-
ur, svo að hvíti hálfmáninn efst
á nöglinni sjáist betur, er verið
að stofna nöglunum í hættu. Ef til
vill tekst ykkur jafnvel ekki að
ná þeim árangri, sem þið vonuðust
eftir, því að það eru ekki hálf-
24
Family Doctor