Úrval - 01.05.1966, Side 28
26
ÚRVAL
vaxa alveg fram, svo að það mun
taka nokkurn tíma, þar til negl-
urnar fá aftur fallegt lag, jafnvel
þótt það takist að lækna blóðleys-
ið. Þið skuluð því ekki búast við
því, að þær lagist á einni nóttu
Dæld þvert yfir nögl er vísbending
um fyrrverandi veikindi, þ.e. tíma-
bil, þegar nöglin fékk ekki næga
næringu. Séu slíkar dældir með
reglulegu millibili í nöglum kvenna,
jafnvel allt að 4—5 á hverri nögl,
bendir slíkt mjög til þess, að um
allt of miklar tíðablæðingar sé að
ræða, og er rétt að leita læknis
við þeim kvilla. Dæld eftir nögl-
inni endilangri, sem er miklu sjald-
gæfari, má venjulega rekja til ein-
hvers langvins húðsjúkdóms, svo
sem „psoriasis“ (blettahreisturs).
Húðsjúkdómur þessi getur einnig
valdið holum í nöglunum, líkt og
triáormur hefði ráðizt á þær.
Stundum klofna neglurnar í lög,
og rifnar efsta lagið þá oft þvert
fyrir. Slíkt er algengara meðal
manna, sem vinna með einhverjum
verkfærum, sem valda titringi, t.d.
loftborum. í gamla daga var þessi
kvilli algengur meðal þvottakvenna,
sem nudduðu nöglunum stöðugt við
gárur þvottabrettisins, en nú gild-
ir þetta ekki lengur, þegar þvotta-
vélar eru orðnar algengar. Ég efast
þó um, að eggjaþeytari geti valdið
nægum titringi til þess að framkalla
þessa lagklofningu.
Litlir, hvítir blettir í nöglunum
orsakast stundum af höggum og á-
rekstri, en oft er ekki um neina
vissa orsök að ræða né lækningu.
Það verður bara að bera á nagla-
lakk, ef reyna á að hylja þá.
Inngróin tánögl getur gert mann
fótlama vikum saman. Orsökin get-
ur verið sú, að táneglurnar hafi
verið klipptar of nærri kvikunni, svo
að þær eyðileggi ekki nælonsokk-
ana. í slíkum tilgangi eru neglurn-
ar ekki klipptar þvert fyrir, heldur
upp að kviku alveg út í enda. Nögl-
in er svolítið stökk, og hvass oddur
stendur út og stingst inn í holdið
við naglrótina í hverju spori. Það
myndast örlítið sár og í það komast
óhreinindi. Það tekur að bólgna og
roðna og síðast byrjar að grafa í sár-
inu. Þá er sjálfsagt að leita læknis
til þess að kippa þessu í lag. Et til
vill skrifar hann lyfseðil handa ykk-
ur og skipar ykkur að taka inn
sýkladrepandi lyf til þess að bólgan
hjaðni. Síðan verður að lyfta þess-
um hvassa oddi mjúklega upp úr
sárinu og smeygia einhverju und-
ir hann, svo að hann stingist ekki
lengur inn í holdið. Síðan verður
að bíða í nokkra mánuði eftir því,
að nöglin vaxi nægilega mikið. Og
nú hafið þið lært ykkar lexíu og
klippið hana þvert fyrir framvegis
í stað þess að klippa hana alveg
á enda. Sumu fólki virðist hættara
fremur til að fá inngrónar neglur
en öðru.
Venjulegt támein er ígerð nálægt
nöglinni. Það myndast sár með
greftri í. Það er mjög aumt, en lag-
ast, þegar stungið er á því og það
sótthreinsað. Einnig er um að ræða
aðra tegund támeins, sem er miklu
erfiðari viðureignar. Þá hefur táin
stöðugt slæmt útlit, allt svæðið um-
hverfis nöglina er bólgið, einkum
rétt aftan við naglrótina, og svo-
lítill gröftur síast úr sárinu. Slíkt