Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 28

Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 28
26 ÚRVAL vaxa alveg fram, svo að það mun taka nokkurn tíma, þar til negl- urnar fá aftur fallegt lag, jafnvel þótt það takist að lækna blóðleys- ið. Þið skuluð því ekki búast við því, að þær lagist á einni nóttu Dæld þvert yfir nögl er vísbending um fyrrverandi veikindi, þ.e. tíma- bil, þegar nöglin fékk ekki næga næringu. Séu slíkar dældir með reglulegu millibili í nöglum kvenna, jafnvel allt að 4—5 á hverri nögl, bendir slíkt mjög til þess, að um allt of miklar tíðablæðingar sé að ræða, og er rétt að leita læknis við þeim kvilla. Dæld eftir nögl- inni endilangri, sem er miklu sjald- gæfari, má venjulega rekja til ein- hvers langvins húðsjúkdóms, svo sem „psoriasis“ (blettahreisturs). Húðsjúkdómur þessi getur einnig valdið holum í nöglunum, líkt og triáormur hefði ráðizt á þær. Stundum klofna neglurnar í lög, og rifnar efsta lagið þá oft þvert fyrir. Slíkt er algengara meðal manna, sem vinna með einhverjum verkfærum, sem valda titringi, t.d. loftborum. í gamla daga var þessi kvilli algengur meðal þvottakvenna, sem nudduðu nöglunum stöðugt við gárur þvottabrettisins, en nú gild- ir þetta ekki lengur, þegar þvotta- vélar eru orðnar algengar. Ég efast þó um, að eggjaþeytari geti valdið nægum titringi til þess að framkalla þessa lagklofningu. Litlir, hvítir blettir í nöglunum orsakast stundum af höggum og á- rekstri, en oft er ekki um neina vissa orsök að ræða né lækningu. Það verður bara að bera á nagla- lakk, ef reyna á að hylja þá. Inngróin tánögl getur gert mann fótlama vikum saman. Orsökin get- ur verið sú, að táneglurnar hafi verið klipptar of nærri kvikunni, svo að þær eyðileggi ekki nælonsokk- ana. í slíkum tilgangi eru neglurn- ar ekki klipptar þvert fyrir, heldur upp að kviku alveg út í enda. Nögl- in er svolítið stökk, og hvass oddur stendur út og stingst inn í holdið við naglrótina í hverju spori. Það myndast örlítið sár og í það komast óhreinindi. Það tekur að bólgna og roðna og síðast byrjar að grafa í sár- inu. Þá er sjálfsagt að leita læknis til þess að kippa þessu í lag. Et til vill skrifar hann lyfseðil handa ykk- ur og skipar ykkur að taka inn sýkladrepandi lyf til þess að bólgan hjaðni. Síðan verður að lyfta þess- um hvassa oddi mjúklega upp úr sárinu og smeygia einhverju und- ir hann, svo að hann stingist ekki lengur inn í holdið. Síðan verður að bíða í nokkra mánuði eftir því, að nöglin vaxi nægilega mikið. Og nú hafið þið lært ykkar lexíu og klippið hana þvert fyrir framvegis í stað þess að klippa hana alveg á enda. Sumu fólki virðist hættara fremur til að fá inngrónar neglur en öðru. Venjulegt támein er ígerð nálægt nöglinni. Það myndast sár með greftri í. Það er mjög aumt, en lag- ast, þegar stungið er á því og það sótthreinsað. Einnig er um að ræða aðra tegund támeins, sem er miklu erfiðari viðureignar. Þá hefur táin stöðugt slæmt útlit, allt svæðið um- hverfis nöglina er bólgið, einkum rétt aftan við naglrótina, og svo- lítill gröftur síast úr sárinu. Slíkt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.