Úrval - 01.05.1966, Side 29

Úrval - 01.05.1966, Side 29
NEGLUR OG HIRÐING ÞEIRRA 27 támein getur myndazt, ef of mikið er gert að því að ýta naglabönd- unum inn. Þannig myndast óvarið svæði, og í það setjast óhreinindi, t.d. upplausn af sykri og sterkju við uppþvott. Það er fyrirtaks fæða fyrir sveppi, sérstaklega svepp þann, sem nefnist „Candida“ og sezt þarna að. Aðrar tegundir sveppa ráðast líka gegn nöglunum. Þeir sveppir smeygja sér inn í enda naglanna og dreifast á milli laganna. Oft dreifast þeir frá sveppum, sem taka sér bólfestu í mjúku, röku holdinu á milli tánna, eða frá annarri hringormasýkingu. Nöglin glatar þá gljáa sínum og fær á sig kalklit. Sé ekkert við þessu gert, hættir sveppnum til þess að dreifast til annarra nagla. Stundum dugar jafn- vel ekki að láta taka nöglina, því að sveppurinn getur samt enn ver- ið í naglrótinni. Venjulega er þó hægt að vinna bug á svepp þessum með því að taka inn griseofulvin- töflur í langan tíma, a.m.k. nokkra mánuði. En læknir ykkar mun taka ákvörðu í því efni. Hvað á að gera, ef maður lemur á fingur sér með hamri eða skellir bílhurðinni á fingurgómana? Nögl- in verður purpurarauð, og þetta veldur óskaplegum kvölum. Það blæðir undir nöglina, og henni hætt- ir til þess að losna af rótinni. Því dettur nöglin oft af, ef ekkert er að gert. Ein aðferð, sem að gagni getur komið, er að taka pennahníf og beina oddinum að svarta blettinum undir nöglinni. Síðan á að bora smágat á nöglina með honum, ofur varlega. Þá mun blóðið spýtast út og verkurinn hverfa, en nöglin fær sinn eðlilega, Ijósa roða að ’lýju. Enn betra er þó að búa vel um fingurinn og fara til læknis. Hann er sjálfsagt miklu leiknari á þessu sviði en þið. 3HC Bessie litla var í fyrsta matreiðslutímanum sínum og var spurð að því, hvernig bezt væri að koma I veg fyrir, að mjólk súrnaði. Bessie litla var mjög hagsýn telpa og gaf uppskriftina í hvelli: „Skilja hana eftir í beljunni.' Gömul kona gekk til prestsins sins að guðþjónustu lokinni í kirkju einni i Belfast og þakkaði honum fyrir ræðuna. „Þér vitið það bara ekki, hversu mikla þýðingu orð yðar höfðu fyrir mig,“ sagði hún. „Þau voru eins og vatn handa drukknandi manni.“ Þeir eru fáir, sem hal'a aldrei fengið tækifæri til þess að öðlast ham- ingjuna, og enn færri eru þeir, sem hafa gripið það tækifæri. André Maurois
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.