Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 31

Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 31
VINCENT VAN GOGH 29 Faðir Vincents van Goghs var kalvínskur klerkur í litlu hollensku sveitaþorpi. Hinn 30. marz 1852, ól Anna kona hans honum son, sem hlaut nafnið Vincent, en barnið dó nokkurra vikna gamalt. Nákvæm- lega ári seinna, hinn 30. marz 1853, fæddist þeim hjónum annar drengur, sem var skírður sama nafni og hinn látni. Hann var rauðhærður með blágræn augu og freknóttur í and- liti. Drengurinn var svo uppstökkur og reiðigjarn í æsku, að það gat ekki talizt eðlilegt, en hlaut að stafa af andlegri veiklun. Þessi veiklun Vincents á barnsaldri, og ef til vill brjálsemin síðar meir, kann að hafa átt rætur að rekja til þess, að hon- um var þá í upphafi ljóst, að móð- irin leit á hann sem vesælan stað- gengil látna drengsins. Honum fannst hann vera óvelkominn gestur á heimilinu. Allt sitt líf og í öllum kynnum sínum af konum, sem í flestum tilfellum voru skækjur, var hann alltaf að leita að konu, sem gæti gengið honum í móðurstað; konu, sem gæti elskað han til ævi- loka og þegið ást hans á móti. En þessi leit hans að lífshamingju bar lítinn árangur. Vincent átti þrjár systur og einn bróður, Theo, sem var yngri en hann. Með bræðrunum tókst strax mikil vinátta sem hélzt meðan báð- ir lifðu. Þegar Vincent varð ellefu ára gamall, gátu foreldrarnir ekki tjónkað við hann lengur og sendu han því í skóla í Zevenbergen, sem var í fjarlægu héraði. Hann var í þessum skóla í fimm ár. Honum leiddist skólavistin og í júlímánuði 1869 fór hann að starfa í listaverka- verzlun í Haag, sem auðugur frændi hans átti hlut í. Þannig opnaðist honum heimur listanna þegar á unglingsaldri. Árið 1873 var hann fluttur í útibú fyrirtækisins í Lon- don. Hann fékk fljótt brennandi á- huga á málverkum og málaralist. Hann kynntist verkum meistaranna og komst smám saman á þá skoðun, sem hann hvikaði ekki frá upp frá því: að listaverk ættu að hafa sið- rænan tilgang. Hann mat Kem- brandt og Millet mest allra málara. Skömu eftir komuna til London leigði Vincent sér herbergi hjá konu nokkurri af frönskum ættum, frú Loyer að nafni. Hún og dóttir henn- ar, Ursúla, ráku smábarnaskóla. Þær mæðgur voru velviljaðar og skilningsríkar manneskjur og Vin- cent hafði hvergi liðið eins vel og á heimili þeirra. En það átti ekki fyrir honum að liggja að njóta þeirr- ar hamingju lengi. Hann varð ást- fanginn af Úrsúlu, en hún endur- galt ekki ást hans, og þegar hann gat ekki dulið tilfinningar sínar lengur, urðu mæðgurnar hryggar og vandræðalegar. Að lokum skýrðu þær honum frá því, að Úrsúla væri leynilega heitbundin ungum manni, sem hafði leigt herbergi hjá þeim á undan Vincent. Vincent neitaði að taka slíkar mótbárur til greina, og kvaðst elska Úrsúlu svo heitt, að ást hans nægði fyrir þau bæði! En stúlkan var ósveigjanleg, þó að hann gengi á eftir henni með grasið í skónum. Loks gerði Vincent sér ljóst, að ást hans var vonlaus. Hann fór að hata sjálfan sig og alla sem hann umgekkst. Örvinglaður og einmana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.