Úrval - 01.05.1966, Síða 33

Úrval - 01.05.1966, Síða 33
VINCENT VAN GOGH 31 Ekki tókst van Gogh að hafa ofan af fyrir sér í Drenthe og árið 1883 hvarf hann heim til foreldra sinna í Nuenen, þar sem hann fór að mála af kappi. Prestssetrið var um- kringt kofum vefaranna og hann málaði hið góða og látlausa fólk af . tilfinningu og skilningi. í næsta húsi við prestssetrið bjó Begemannfjölskyldan. Vincent varð ástfanginn af yngstu systur Bege- manns, Margot, sem var þó miklu eldri en hann. Margot var einnig hrifin af van Gogh, en ekki fengu þau að njóta ástarsælunnar lengi, því að fjölskylda stúlkunnar var andvíg samdrætti þeirra og kallaði Vincent listamannsræfil, sem aldrei gæti séð fyrir heimili. Að lokum bugaðist stúlkan af andstreyminu og reyndi að fremja sjálfsmorð. Vincent sá hana aldrei framar, því að henni var ekki hleypt út fyrir dyr eftir sjálfsmorðstilraunina. Ör- vita af harmi bölvaði hann Bege- mannfjölskyldunni í sand og ösku, þessum hræsnurum, sem höfðu eyði- lagt líf hans og stúlkunnar. Hann átti ekki lengur neinn vin nema Theo, því að foreldrarnir sýndu honum enga ástúð. Árið 1855 varð faðir Vincents bráðkvaddur — og strax eftir jarð- arförina hélt sonurinn til Antwer- pen. Hann fór að mála eins og óður maður, því að hann sá eftir árunum, sem hann hafði eytt til einskis. Hann var orðinn þrjátíu og þriggja ára gamall, og þó að hann væri búin að teikna og mála í sex ár, hafði hann ekki selt eina einustu mynd. Nú málaði hann frá morgni til kvölds, því að honum fannst hann engan tíma mega missa. En það var dýrt að búa í Antwerpen. Hann varð að borga fyrirsætum sínum; það var af sem áður var, þegar hann fékk að mála fólkið í heimabyggð sinni fyrir ekkert. Vincent var alltaf að skrifa bróður sínum og biðja um meiri peninga, því að styrkur- inn, sem hann fékk frá fjölskyld- unni, náði skammt. Theo var orðinn leiður á kvabbinu í bróður sínum og stakk upp á því, að hann sneri heim til Nuenen. „Aldrei!“ sagði Vincent; Theo yrði að útvega hon- um peninga. Allt í einu ákvað Vincent að fara til Parísar, en Theo var kominn þangað fyrir nokkru. Hann skildi eftir nokkur málverk upp í húsa- leiguskuld og tók sér síðan far með lest suður á bóginn. Sama dag- inn fékk Theo svofellda orðsend- ingu í hendur: „Hittu mig í Louvre- safninu. Vincent.“ Theo hitti Vin- cent í safninu, þar sem hinn síðar nefndi starði eins og í leiðslu á mynd eftir Rembrandt. Theo var reiður í fyrstu, en gremjan breyttist í sam- úð, þegar hann sá hve bróðir hans var illa farinn. Hann var grindhor- aður og tennur hans voru ýmist skemmdar eða brotnar. Theo fór með bróður sinn heim til sín og lét hann dveljast hjá sér næstu vikur, meðan hann var að hressast. Vincent málaði mikið og skoðaði auk þess verk meistaranna í söfn- um borgarinnar. Hann fór að kynna sér verk yngstu málaranna, eink- um impressionistanna, en impress- ionisminn stóð nú föstum fótum og mesta nýjabrumið var farið af þessari byltingarkenndu stefnu. Líf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.