Úrval - 01.05.1966, Side 37
KJARNORKUNNI BEITT GEGN KRABBAMEINI
35
reyndu aðferð þessa árið 1958, en án
árangurs. Þær neutrónur, sem þá
voru fyrir hendi, áttu erfitt með
að brjóta sér braut inn í frumurn-
ar. Og þar að auki var boron þá
notað sem sprengiefni, en það gaf
aðeins af sér .%0 hluta geislunar-
orku úransins.
Ráðin hefur verið bót á vand-
kvæðum þessum að mestu leyti,
en samt er enn eftir að finna hent-
uga aðferð til þess að koma úran-
inu inn í æxlisfrumurnar. Eitrunar-
áhrif úransins eru allt of mikil til
þess, að hægt sé að nota það eitt,
og þar að auki mundi það ekki
eingöngu beinast að æxlisfrumun-
um.
Dr. Frigerio og félögum hans hef-
ur tekizt að búa til efni, sem hefur
sérstakan næmleika gagnvart æxl-
um, en þó er um að ræða einn
mikinn ókost. Það gerir hvítu
mýsnar, sem tilraunirnar eru gerð-
ar á dökkbláar, og sá litur virðist
vera varanlegur.
Efni þetta virðist einnig hafa þá
tilhneigingu að gera dýrið allt of
„ljósnæmt“ (photo-sensitive). Ef
venjuleg dagsbirta er látin skína á
tilraunadýrið „sólbrennur" það í
hel.
„Við erum því að leita að úran-
235 efnasamböndunum, sem hafa
ekki þessar slæmu hliðarverkanir,“
segir dr. Frigerio. „Við höfum nú
þegar fyrirliggj andi mörg efnasam-
bönd, sem eru litlaus, gera ekki
dýrin allt of ljósnæm, hafa engar
eiturverkanir og sýna mikinn næm-
leika gagnvart æxlum, þ.e. leita ekki
í heilbrigðar frumur, en samt höf-
um við ekki enn fundið upp nein
úran-235 efnasambönd, sem við er-
um reiðubúnir að nota í tilrauna-
skyni gegn krabbameini í mönnum“.
Rannsóknir benda til þess, að efn-
in eru næm fyrir æxlum næstum
því hvar sem er í líkamanum, nema
í lifrinni, nýrunum og miltanu.
Með því að nota viss blóðvatns-
eggjahvítuefni sem „burðarmenn“,
komast efnin til hinna sýktu fruma
annarsstaðar í líkamanum. Þetta
er ekkert undrunarefni, því að
menn hafa lengi vitað, að blóð-
vatnseggj ahvítuefni hafa tilhneig-
ingu til þess að safnast að þeim
stöðum, þar sem bólga er fyrir
hendi.
Þannig er sá möguleiki fyrir
hendi, að einnig muni reynast unnt
að lækna krabbamein, sem hafa
dreifzt frá sínum upprunalega stað
til annarra hluta líkamans.
Úran-235 hefur þar að auki þann
kost, að það gefur frá sér veikan
gammageisla, sem hægt er að greina
í mælingatækjum. Eftir að úran-
235 hefur verið komið inn í lík-
amann, mundi gammageislinn
mynda nokkurs konar vegakort,
sem skýrir lækninum frá því, hvar
úran-235 sezt að í líkamanum, og
gerir honum þannig fært að beina
neutrongeisla að nákvæmlega rétt-
um stað á nákvæmlega réttum tíma.
Unga stúlkan við vinkonu sína, þegar hún horfir á bílinn aka burt:
„Ég veit, sko, að John hefur verið mér trúr. Það þarf aldrei að laga
stillinguna á öryggisbeltunum i bílnum hans.“