Úrval - 01.05.1966, Page 42
40
ÚRVAL
lá drengur fyrir dauðanum. Læknis
var vitjað og kom hann til sjúkl-
ingsins í blindöskuþreyfandi stór-
hríð. Er hann hafði fært sig úr
hríðarfötunum, var honum fylgt til
baðstofunnar. Þar var þá hálf dimmt
því að snjórinn fyllti gluggakist-
urnar. Það fyrsta sem hann sagði,
var að biðja um ljóstýru. Og þegar
hún var komin, skoðaði hann dreng-
inn vandlega, og komst að raun um,
að drengurinn myndi deyja innan
nokkurra klukkustunda, ef ekkert
væri að gert. í sem styztu máli er
svo það að segja, að læknir tók upp
tæki sín sótthreinsaði þau, þvoði
sér vandlega um hendur og réðist
svo í það að skera drenginn upp
þarna í baðstofunni, við slæma
birtu og illar aðstæður að öllu leyti.
Þetta tókst með ágætum og dreng-
urinn lifir enn, eftir því sem ég
bezt veit.
Á milli hinna löngu og erfiðu
ferða, átti Jón læknir margar frí-
stundir. Að vorinu og á sumrin
vann hann að jarðabótum í nánd
við hús sitt, og kom sér upp ágætu
túni, svo að hann hafði næga töðu
handa kúm sínum. Þá tók hann upp
allan svörð, sem heimilið þurfti til
eldsneytis yfir árið, því að í þá daga
voru lítið farið að nota kol, norð-
ur þar.
Að vetrinum notaði hann frí-
stundir sínar til ritstarfa. En þess
á milli las hann gríðarlega mikið
af útlendum og innlendum lækna-
ritum, svo að fátt fór fram hjá
honum um það efni. En ritstörfin
voru hans ánægjulegasta tóm-
stundaiðja. Hann safnaði saman og
skráði gríðarlega miklu af þjóð-
legum fróðleik. Mestar mætur hafði
hann á því sem var þrungið af
kímni og gamansemi. Skoplegum
vísum hélt hann og til haga. Sem
dæmi um ritsnilld hans, má benda
á það, að hann sendi landlækni
árlega skýrslu um heilbrigðis-
ástandið í héraðinu. Hefur kunnug-
ur maður sagt mér, að þessar skýrsl-
ur hans hafi borið af skýrslum ann-
arra lækna, eins og gull af eiri.
Það lék ekki á tveim tungum, að
hann væri ritfærasti maðurinn í
læknastétt landsins, þau ár sem
hann starfaði.
Jón Árnason, læknir entist illa,
enda hlífði hann sér aldrei. Hann
andaðist hinn 10. jan. 1944.
30 TIL 60 M. HÁAR FLÓÐÖLDUR
Á jarðöld þeirri sem nefnist paleozic, eða fyrir 200 til 600 milljónum
ára, hefur tunglið að líkindum verið 40% nær jörðu en það er nú,
og flóðöldur hafa þá sennilega verið 30 til 60 m á hæð. Ekki er ólík-
legt að þessar háu flóðöldur hafi stuðlað að myndun sandsteins og
kalksteinsjarðlaga þeirra, sem liggja undir mestallri Norður-Ameríku,
segir dr. Wroe Wolfe, prófessor í jarðfræði við háskólann i Boston.