Úrval - 01.05.1966, Síða 42

Úrval - 01.05.1966, Síða 42
40 ÚRVAL lá drengur fyrir dauðanum. Læknis var vitjað og kom hann til sjúkl- ingsins í blindöskuþreyfandi stór- hríð. Er hann hafði fært sig úr hríðarfötunum, var honum fylgt til baðstofunnar. Þar var þá hálf dimmt því að snjórinn fyllti gluggakist- urnar. Það fyrsta sem hann sagði, var að biðja um ljóstýru. Og þegar hún var komin, skoðaði hann dreng- inn vandlega, og komst að raun um, að drengurinn myndi deyja innan nokkurra klukkustunda, ef ekkert væri að gert. í sem styztu máli er svo það að segja, að læknir tók upp tæki sín sótthreinsaði þau, þvoði sér vandlega um hendur og réðist svo í það að skera drenginn upp þarna í baðstofunni, við slæma birtu og illar aðstæður að öllu leyti. Þetta tókst með ágætum og dreng- urinn lifir enn, eftir því sem ég bezt veit. Á milli hinna löngu og erfiðu ferða, átti Jón læknir margar frí- stundir. Að vorinu og á sumrin vann hann að jarðabótum í nánd við hús sitt, og kom sér upp ágætu túni, svo að hann hafði næga töðu handa kúm sínum. Þá tók hann upp allan svörð, sem heimilið þurfti til eldsneytis yfir árið, því að í þá daga voru lítið farið að nota kol, norð- ur þar. Að vetrinum notaði hann frí- stundir sínar til ritstarfa. En þess á milli las hann gríðarlega mikið af útlendum og innlendum lækna- ritum, svo að fátt fór fram hjá honum um það efni. En ritstörfin voru hans ánægjulegasta tóm- stundaiðja. Hann safnaði saman og skráði gríðarlega miklu af þjóð- legum fróðleik. Mestar mætur hafði hann á því sem var þrungið af kímni og gamansemi. Skoplegum vísum hélt hann og til haga. Sem dæmi um ritsnilld hans, má benda á það, að hann sendi landlækni árlega skýrslu um heilbrigðis- ástandið í héraðinu. Hefur kunnug- ur maður sagt mér, að þessar skýrsl- ur hans hafi borið af skýrslum ann- arra lækna, eins og gull af eiri. Það lék ekki á tveim tungum, að hann væri ritfærasti maðurinn í læknastétt landsins, þau ár sem hann starfaði. Jón Árnason, læknir entist illa, enda hlífði hann sér aldrei. Hann andaðist hinn 10. jan. 1944. 30 TIL 60 M. HÁAR FLÓÐÖLDUR Á jarðöld þeirri sem nefnist paleozic, eða fyrir 200 til 600 milljónum ára, hefur tunglið að líkindum verið 40% nær jörðu en það er nú, og flóðöldur hafa þá sennilega verið 30 til 60 m á hæð. Ekki er ólík- legt að þessar háu flóðöldur hafi stuðlað að myndun sandsteins og kalksteinsjarðlaga þeirra, sem liggja undir mestallri Norður-Ameríku, segir dr. Wroe Wolfe, prófessor í jarðfræði við háskólann i Boston.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.