Úrval - 01.05.1966, Page 43

Úrval - 01.05.1966, Page 43
Oll þjáumst við af ótta, liann híður okkar við hvert fótmál, og hér segir ágœtur hófundur frá persónulegri reynslu sinni í þessu efni. Vertu ekki hræddur Það er ástœða til að skammast sín fyrir heigulshátt, en það er engin ástaða til að skammast sín fyrir hræðslu. Eftir Pamela Frankau. Ég er ein af þeim, sem veit ekki, hvernig það er að vera óttalaus, því að ég hefi barizt við óttann allt mitt líf. Ég var taugaóstyrkur og ímyndunar- gjarn krakki. Ég var mjög ung, þegar ég hafði þróað með mér þann sjúkleika að skjálfa og titra, þeg- ar á mig reyndi, og þessi árátta mín leiddi til þess, að fólk kall- aði mig „taugaspennta.“ Þegar ég hugsa um æsku mína, þá held ég að það hafi enginn haft grun um hversu óskaplega margt það var, sem ég var hrædd við. Allt í kringum mig, sá ég önnur börn, sem ég öfundaði vegna þess, að þau virtust algerlega laus við þennan sjúkleika. Þau virtust njóta líkamlegrar áhættu, þau stunduðu harkalegan boltaleik, stungu sér í ískalt vatnið, renndu sér á reið- hjóli niður snarbrattar brekkur, og gerðu hinar ótrúlegustu æfingar í leikfiminni, á slá eða stökkum. Ég komst aldrei yfir hestinn og ég datt alltaf af slánni og meiddi mig. Ég reyndi oft að bæta mér þessa ágalla upp með því að segja hinum krökkunum hroðalegar draugasögur, og mér tókst oft að hræða þau, það er satt, en ég held samt, að ég hafi verið hræddust þeirra allra. Ég þóttist viss um, að það tæki enginn eins nærri sér og ég, að þurfa að standa á fætur og svara spurningum í skólanum og ég tala nú ekki um, ef ég varð fyrir áminn- ingu. En ég hélt ég væri ein um óttann. Ef ég hefði verið fær um að tala um þetta, þá hefði ég sjálfsagt komizt að því, að ég átti marga félaga í þessu efni, en það er nú einu sinni siður Engilsaxa að dylja óttann. Sú venja er lofsverð og vafalaust rétt á margan hátt, en samt er það þessi vani frá barn- æsku, að dylja óttann og tala ekki um hann við neinn, sem skapar margskonar baráttu og rugling í Housewife 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.