Úrval - 01.05.1966, Side 44

Úrval - 01.05.1966, Side 44
42 heila barnsins og síðan hins full- orðna manns. Líf okkar verður stöðug barátta við óttann og heig- ulsháttinn. Ég var orðin sautján ára, þegar ég uppgötvaði, að það væri satt, að allir ættu að skammast sín fyrir heigulshátt, en hitt væri jafn satt, að það þyrfti enginn að skammast sín fyrir að vera hræddur. Ég skildi þá, að hugrekki var aðdáunarvert og launavert, en ótt- inn var eigi að síður staðreynd í lífi hvers manns. Ég kynntist miklum ævintýramönnum, sem voru í raun- inni alltaf að berjast við sinn eigin ótta. Hugrekki er eiginleiki, sem alltaf hefur verið og er mér ráðgáta. Það er og verður einn af mikils- verðustu eiginleikum mannsins. Þú getur misst eignir þínar og tapað miklu, þú getur misst vini þína og tapað meiru, en missirðu kjarkinn hefurðu tapað öllu. Þannig er kiarkurinn mikilsverðasta eign mannsins. í einkaorrustu minni við óttann eða kjarkleysið, þá fann ég að það var ekki hægt að láta sem ekkert væri. Ég gat að vísu náð talsverð- um árangri með að vera ekki upp- næm fyrir ýmsum minni háttar sársauka eða óþægindum en ég gat ekki kennt sjálfri mér að segja sem svo: „Allt í lagi, þú ert hrædd, og við því er ekkert að gera, reyndu bara að sætta þig við það.“ Þetta held ég að engum takizt, vegna þess, að hræðslan framkall- ar ýms líkamleg fyrirbæri, eins og aukna adrealínsgjöf aukinn hjart- slátt, gæsahúð, munnþurrk, maga- ÚRVAL kveisu, kaldar hendur og fætur og fleira af því tagi. Dugi ekki að yppta öxlum yfir slíkum líkamlegum óþægindum, eða manni getur að minnsta kosti ekki liðið vel með þeim, og þessi ein- kenni, einhver þeirra eða öll, koma í ljós, hvort sem um er að ræða yfirvofandi sprengjuárás eða við tal við bankastjóra. Eftir því, sem ég hefi elzt, hefur líkamlegur ótti orðið sífellt minni og minna áhyggjuefni. Ef undan er skilin síðasta heimsstyrjöld, þá hefur ekki til þess komið á seinni árum, að ég þurfi að standa í stór- ræðum eða lífshættum. Og þannig er siálfsagt um okkur flest, að þeg- ar við eldumst þurfum við ekki að hafa áhyggjur af því, hvort við höfum hugrekki til að kasta okkur út í fallhlíf eða sækja kind í kletta, og skólatíminn er liðinn og við ráð- um því sjálf hvort við höldum ræðu eða stöndum upp í samkvæmi eða ekki. Samt er það aldrei svo, að ekki reyni eitthvað á hugrekki okkar allt iífið. Alltaf ber eitthvað það að höndum, sem við þurfum að beita kjarki okkar við. Ég var orðin fullorðin manneskja, þegar ég gerði harðvítuga árás á tvennt sem alltaf hafði valdið mér ótta. Annað var að sofa ein, alein í húsi, en hitt var að fljúga. Enn hef ég ekki alveg yfirunnið ótta minn við að sofa alein í húsi, en mikið hef ég samt unnið á í bar- áttunni og ég hef þegar sannað sjálfri mér með tilraunum, að ég get þetta, hvenær sem er. Og það get ég fullyrt, að það er auðveldara að mæta slíku og því líku, ef maður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.