Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 45

Úrval - 01.05.1966, Blaðsíða 45
VERTU EKKI HRÆDDUR 43 hefur af sjálfsdáðum pínt sig til að mæta því áður. Margt ótta efnið er þess eðlis, að það á sér svo djúpar rætur, að það er þýðingarlítið fyrir manninn að berjast af sjálfsdáðum við það. Hann þarf læknishjálp. Mér dettur til dæmis ekki í hug að taka upp baráttuna við hræðslu mína við köngurlær. Hún á ekkert skylt við heilbrigðan ótta, heldur stafar frá atviki í æsku minni og læknast ekki nema kannske við sálgreini- ngu. Þess vegna er það, að ef einhver kunningi ykkar hlær að ótta ykkar við köngurlær eða mýs eða fugla eða snáka, og ræður ykkur til að sofa roeð eitthvað af þessum dýr- um á koddanum, þá skuluð þið hlæja enn hærra en hann og spyr.ia hvort hann vilji borga sálfræðingnum. Þannig eru mörg okkar haldin ótta við eitthvað sérstakt, sem ekki á skylt við almennan kjark eða kjark leysi. Mörg okkar hafa annaðhvort verið klóruð af ketti eða bitin af hundi í barnæsku, og þolum ekki síðan að sjá hvort heldur er hund eða kött, en ég er ekki hér að ræða um ótta af slíkum sérstökum til- efnum, heldur almennt séð. Þó að ég hafi alla tíð þurft að berjast við óttann á mörgum svið- um, en nú sé ég komin á þann ald- ur, að mikið sé farið að draga úr orrustunni, þá er ég ein af þeim sem virði hugrekki, hvar sem það birtist mér hjá meðbræðrum mín- um. Ég fellst ekki á það sjónarmið gervigáfumannsins, sem telur ótta- leysi ýmissa manna stafa af bjána- skap og hlær að hetjuskap og telur hann bera vott um heimsku. Náttúr- an ætlast til hugrekkis af okkur og hugrekkið er einn mikilverðasti þátturinn í lífi okkar, eins og áður hefur verið sagt. Sá hugrakki efast ekki né væfl- ast áfram. Hann þorir að halda sína leið, en samt erum við flest okkar þannig gerð, að siðferðilegt hug7 rekki verður ævilangt vandamál i meira eða minna mæli. Við stönd- um andspænis einhverju vandamáli á hverjum degi, sem reynir okkur á þessu sviði, og mörg okkar finna daglega fyrir skorti á hugrekki. Við lifum til dæmis meðvitað eða ómeðvitað í stöðugri sambúð við fjórar tegundir ótta. Þær eru ótti við skort, ótti við sársauka, ótti við einveru og ótti við dauðann. Enginn þarf að skammast sín fyrir ótta af þessu tagi. Við fáum hann í vöggugjöf og hann er manninum eðlilegur. Trúin á guð getur hjálp- að í baráttunni við þessar fjórar gerðir ótta, en það léttir einnig orrustuna að hugsa rólega um þessi atriði í stað þess að forðast það og það léttir jafnframt orrustuna að gera sér lióst, að við erum ekki ein að glíma heldur er hver einasti maður að berjast við einhverja gerð af ótta. Ef þú óttast einmanaleika, þá heldurðu, að þú munir losna við ótta þinn, ef þú værir einn af stórri fjölskyldu og byggir við ástríki. En þetta er misskilningur. Ástin skapar hræðslu. Móðirin liggur vakandi á nóttunni, ef sonur hennar er úti og ímyndar sér að hann hafi lent í bifreiðaárekstri eða eitthvað ann- að slys hent hann og hún róast ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.