Úrval - 01.05.1966, Side 46

Úrval - 01.05.1966, Side 46
44 ÚRVAL fyrr en hún heyrir hann ganga inn í húsið. Hún verður að berjast ein við þessa hræðslu sína. Heimilisfaðirinn í þessari stóru fjölskyldu, sem þú í einmanaleika þinum öfundar, þarf að berjast við ótta sinn við að missa atvinnuna, eða heilsuna og geta þá ekki séð fyrir hinni stóru fjölskyldu sinni. Og öll verðum við að þola sársauk- ann ein og deyja ein. Óttinn við, að við séum ekki elskuð eða ekki þörf fyrir okkur, er í okkur öllum frá barnæsku. Nú er ekki nema eðlilegt lesandi góður, að þú spyrjir, hvað það eigi að þýða, af mér, að byrja greinina á því að halda því fram, að við eigum að geta yfirunnið óttann og segja síðan megnið af því sem þið óttist sé algerlega náttúrlegt og eðli- legt manninum. Svar mitt, eða hluti af svari mínu, er, að frumskilyrðið til þess, að taka upp baráttuna við óttann sé að þekkja hann, og þessvegna hef ég rætt . lítillega hinar ýmsu gerðir ótta. Þegar við höfum gert okkur Ijóst, við hvað við erum hrædd, og hvers eðlis ótti okkar er, þá er hálfur sigur unninn. Ein er sú tegund ótta, sem dags- daglega er okkur til ama og gerir okkur oft lífið leitt og hann birt- ist í óteljandi myndum, en það er hræðslan við náunga okkar. Með þessu á ég við það, þegar við skjót- um óþægilegri heimsókn á frest, játum með vörunum fjarstæðu- kenndar og ósæmilegar skoðanir þess sem við tölum við, grípum til allskonar smályga, og höldum okkur saman, þegar okkur langar til að ryðja úr okkur eða taka til máls. Þessi hræðsla við náungann birtist, eins og áður segir í óteljandi mynd- um. Við erum kannske að kaupa eitthvað og höfum ekki kjark til að neita, ef sölumanneskja er á- geng og ákveðin, eða við hlustum án þess að hreyfa mótmælum, á reginlygi f slíkum tilfellum birtist hræðsla okkar við náungann, og við huggum okkur með því, að friðurinn sé fyrir öílu. Þessi hræðsla við náungann, sem birtist þannig í ýmsu smávægilegu, tekur á sig stærsta mynd í hræðslu okkar við almenningsálitið. Hvert einasta okkar er hrætt við einhvern, og í hverju þjóðfélagi finnast menn, sem vita þetta og hafa komizt upp á lag með að nota sér það. Allsstaðar rekst maður á slíkar persónur. Maðurinn, sem með frekju hundþveitir samborg- unum sínum og nýtur þess er hvar- vetna. Hann er á skrifstofunni, hann er í fjölskyldunni, hann er í hernum, hann er um borð í skipinu, hann er allsstaðar. Þessi maður nýtur þess að kúska aðra og hvers vegna skyldi hann ekki gera það? Hann hefur fundið með sjálfum sér orku til að gera það, og það er ekki nema eðlilegt að hann noti hana, en stað- reyndin er sú að allir slíkir menn eru ekki síður hræddir en þeir sem þeir kúska. Þeir hafa oft svo ræki- lega tamið sér mannalætin, að við sjáum ekki í gegnum þau. Þetta er ekki ósvipað tilburðum töframanns- ins og það er staðreynd, að það þarf ekki annað en hafa hátt til að hræða margt fólk upp úr skónum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.