Úrval - 01.05.1966, Side 47
VERTU EKKI HRÆDDUR
45
og það vita þessir menn.
Maðurinn sem við hræðumst þarf
samt ekki endilega að hafa hátt
eða öskra á okkur og hann þarf ekki
á neinn hátt að líkjast nauti eða
harðstjóra.
Sá maður, sem ég var lengst af
ævi minnar hrædd við, var alls
ekki slík manngerð, en það tók mig
fjölda ára, að skilja og viðurkenna
fyrir sjálfir mér að ég var í raun og
sannleika hrædd við manninn.
Ég laug að honum, ég hélt ekki
til streitu skoðunum mínum, heldur
beið eftir því sem ég taldi hagstæð-
ari tíma, og ég gætti orða minna
og hátternis í námunda við hann.
Á yfirborðinu var samband okkar
með ágætum, en í reyndinni vorum
við svarnir óvinir í hugsun. Ég
taldi mér lengst af trú um, að ég
hagaði mér svona, af því að ég vildi
ekki særa hann, en staðreyndin var
sú, að ég var auðvitað hrædd við
hann og síðar komst ég að því að
hann var ekki síður hræddur við
mig.
Þessi reynsla mín varð mér mik-
ill lærdómur. Ég vissi, að ég var
ekki hrædd í raun og veru við
manninn sjálfan. Ég var ekki hrædd
við að hann dræpi mig eða meiddi
mig eða refsaði mér, heldur var
ég hrædd við tilfinninguna sem hann
gæti orsakað hjá mér, og í áfram-
haldi af þeirri vitneskju minni, þá
skyldi ég að við erum ekki í raun-
inni hrædd við dauðann, sársaukann
eða einmanaleikann heldur við þær
tilfinningar, sem þessi óttaefni vekja
með okkur. Við erum sem sé hrædd
við okkar eigin tilfinningar, með
öðrum orðum: við sjálf okkur.
Síðan ég gerði þessa uppgötvun
hef ég oft skemmt mér bara vel við
að finna, hvernig ég verð oft hrædd
við ýmsa menn, stundum nágranna
mína til dæmis, ef þeir eru þess
háttar. Ég veit að ég er í rauninni
ekki hrædd við mennina, þeir gera
mér ekki neitt, ég er aðeins hrædd
við mínar eigin tilfinningar. Ég er
hrædd við það tilfinningaástand,
sem það myndi skapa hjá sjálfri
mér, ef ég svaraði þeim fullum
hálsi eða tæki upp ákveðna af-
stöðu gagnvart þeim. Ég sagði, að
ég skemmti mér nú orðið við þessa
hræðslu og það er satt, ég veit á-
stæðuna fyrir henni og ég virði
sjálfa mig fyrir mér í ró og næði,
og leyfi mér að vera hrædd, en ég
veit nú af hverju ég er hrædd, og
merkur sálfræðingur sagði við mig
eitt sinn: — Reyndu aldrei að bæla
niður tilfinningar þínar með ofbeldi,
heldur lofaðu þeim að koma upp á
yfirborðið og þá veitist þér léttara
að fást við þær. Venjulega líða þær
þjáningalaust hjá.
Prófaðu þetta sjálfur. Vafalaust
er einhver karl eða kona sem þú
umgengst í starfi eða á heimili, sem
hrellir þig. Gerðu þér ljóst, að hann
eða hún eru ekki eins miklar per-
sónur og þau vilja vera láta, og
þú ert í rauninni ekki hrædd við
þau, heldur við sjálfa þig.