Úrval - 01.05.1966, Page 47

Úrval - 01.05.1966, Page 47
VERTU EKKI HRÆDDUR 45 og það vita þessir menn. Maðurinn sem við hræðumst þarf samt ekki endilega að hafa hátt eða öskra á okkur og hann þarf ekki á neinn hátt að líkjast nauti eða harðstjóra. Sá maður, sem ég var lengst af ævi minnar hrædd við, var alls ekki slík manngerð, en það tók mig fjölda ára, að skilja og viðurkenna fyrir sjálfir mér að ég var í raun og sannleika hrædd við manninn. Ég laug að honum, ég hélt ekki til streitu skoðunum mínum, heldur beið eftir því sem ég taldi hagstæð- ari tíma, og ég gætti orða minna og hátternis í námunda við hann. Á yfirborðinu var samband okkar með ágætum, en í reyndinni vorum við svarnir óvinir í hugsun. Ég taldi mér lengst af trú um, að ég hagaði mér svona, af því að ég vildi ekki særa hann, en staðreyndin var sú, að ég var auðvitað hrædd við hann og síðar komst ég að því að hann var ekki síður hræddur við mig. Þessi reynsla mín varð mér mik- ill lærdómur. Ég vissi, að ég var ekki hrædd í raun og veru við manninn sjálfan. Ég var ekki hrædd við að hann dræpi mig eða meiddi mig eða refsaði mér, heldur var ég hrædd við tilfinninguna sem hann gæti orsakað hjá mér, og í áfram- haldi af þeirri vitneskju minni, þá skyldi ég að við erum ekki í raun- inni hrædd við dauðann, sársaukann eða einmanaleikann heldur við þær tilfinningar, sem þessi óttaefni vekja með okkur. Við erum sem sé hrædd við okkar eigin tilfinningar, með öðrum orðum: við sjálf okkur. Síðan ég gerði þessa uppgötvun hef ég oft skemmt mér bara vel við að finna, hvernig ég verð oft hrædd við ýmsa menn, stundum nágranna mína til dæmis, ef þeir eru þess háttar. Ég veit að ég er í rauninni ekki hrædd við mennina, þeir gera mér ekki neitt, ég er aðeins hrædd við mínar eigin tilfinningar. Ég er hrædd við það tilfinningaástand, sem það myndi skapa hjá sjálfri mér, ef ég svaraði þeim fullum hálsi eða tæki upp ákveðna af- stöðu gagnvart þeim. Ég sagði, að ég skemmti mér nú orðið við þessa hræðslu og það er satt, ég veit á- stæðuna fyrir henni og ég virði sjálfa mig fyrir mér í ró og næði, og leyfi mér að vera hrædd, en ég veit nú af hverju ég er hrædd, og merkur sálfræðingur sagði við mig eitt sinn: — Reyndu aldrei að bæla niður tilfinningar þínar með ofbeldi, heldur lofaðu þeim að koma upp á yfirborðið og þá veitist þér léttara að fást við þær. Venjulega líða þær þjáningalaust hjá. Prófaðu þetta sjálfur. Vafalaust er einhver karl eða kona sem þú umgengst í starfi eða á heimili, sem hrellir þig. Gerðu þér ljóst, að hann eða hún eru ekki eins miklar per- sónur og þau vilja vera láta, og þú ert í rauninni ekki hrædd við þau, heldur við sjálfa þig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.