Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 48
Lyf, sem læknað getur
eiturlyfjaneytendur
eroinneyzla er ^dýr á-
vani, þar eð neytand-
inn þarfnast sífellt
stærri skammts, og að
lokum fer svo, að öll
hugsun eiturlyfjaneytandans snýst
aðeins um eitt — heroinið, og öll
hans viðleitni beinist að aðeins einu
marki — að afla sér heroins. Þessi
ávani nær svo sterkum tökum á
fórnardýrunum, að þau dreymir að-
eins um heroin, tala stöðugt um það
og aðferðir til þess að ná í það.
Þeir, sem sprauta heroininu beint
inn í æð, eru kallaðir ,,mainliners“.
Þegar líkami þeirra verst eiturlyf-
inu, myndast raunverulegt heroin-
hungur í líkama þeirra. Líkami
þeirra getur ekki án þess verið.
Hann starfar ekki á réttan hátt,
nema þeir fái sinn reglulega
skammt, 2—8 skammta á dag. Út-
vegun heroinsins verður brátt að
ástríðu, sem þeir ráða ekki við. Eit-
urlyfjaneytendur veðsetja sjón-
varpstæki fjölskyldunnar, stela mat-
arpeningum hennar, stela úr vös-
Alyktanir lœkna um
eiturlyfið geta komið í veg fyrir
frekari notkun þess.
Eftir Jeanne Reinert.
um fólks, búðum eða ræna hand-
töskum af kvenfólki til þess að geta
haldið áfram að kaupa heroin. Poki
með einum heroinskammti er seld-
ur á 5—10 dollara.
Það eru um 50.000 eiturlyfjaneyt-
endur í New Yorkborg einni sam-
an. Áætlað er, að þeir verði að
afla sér um 500.000—700.000 doll-
ara á degi hverjum til þess að geta
keypt sinn skammt. Áætluð heild-
artala eiturlyfjaneytenda í öllum
Bandaríkjunum er mjög á reiki eða
allt frá 75.000 upp í 1 milljón. Ná-
kvæm talning er óframkvæmanleg,
vegna þess að notkun eiturlyfja er
ólögleg, nema í læknisfræðilegum
tilgangi. Þess vegna verða eitur-
lyfjaneytendur að afla sér eiturlyfja
hjá glæpalýð undirheimanna. Það er
refsiverður glæpur að selja, nota
eða eiga heroin í fórum sínum sam-
kvæmt alríkislögunum. I Banda-
ríkjunum er í rauninni ekki um að
ræða neina löglega notkun þess í
lækningaskyni.
Hlutfal’stala þeirra eiturlyfja-
46
Seience Digest