Úrval - 01.05.1966, Side 49

Úrval - 01.05.1966, Side 49
LYF, SEM LÆKNAÐ GETUR .... 47 neytenda, sem læknast og leggja niður þennan ávana sinn, er mjög lág. Forstöðumenn Ríkissjúkrahúss éiturlyfjaneytenda, sem er í bænum Lexington í Kentuckyfylki, skýra frá því, að yfir 90% sjúklinga þeirra, sem losna við ávanann, þ.e. hætta við notkun eiturlyfja eftir að hafa undirgengizt fuilkomna læknismeð- ferð, ánetjast ávana þessum að nýju innan hálfs árs. Samt er þessi já- kvæði árangur meiri en almennt gerist, þegar miðað er við læknis- meðhöndlun á öðrum sjúkrahúsum og hælum víða um landið. Hvaða von er þá hægt að gefa eituriyfjaneytendum? Nú hefur hópur 22 fyrrverandi eiturlyfjaneytenda hlotið lækningu með alveg nýrri aðferð, og virðist lækning þessi ætla að verða varan- leg. Allir þessir sjúklingar höfðu verið eiturlyfjaneytendur í rúm 9 ár. Þessir menn, en hér er eingöngu um karlmenn að ræða, eru eins hrifnir og læknar þeirra af gervi- lyfi einu, sem kemur í stað eitur- lyfsins og veitir í rauninni hina fyrstu von þeim sjúklingum, sem vanir hafa verið því að sprauta eit- urlyfi beint í æð. Gervilyf þetta, sem heitir metha- done hydrochloride, er svipað hero- ini efnafræðilega séð. Skammtur af methadone, svipaður að magni og heroinskammtur sjúklingsins, sefar heroinhungur líkamans. Og breyt- ingin frá því að taka inn heroin og til þess að taka inn methadone hef- ur engar slæmar hliðarverkanir í för með sér. Methadone losar eiturlyfjaneyt- andann úr viðjum hinnar stöðugu löngunar í stærri skammt af hero- ini. í stað þess að hugsa og tala stöðugt um eiturlyf, getur sjúkling- urinn stundað sína vinnu eða sitt nám, haft ofan af fyrir sér og orðið nýtur þjóðfélagsþegn á nýjan leik, fundið persónuleika sinn að nýju. Læknarnir Vincent P. Dole og Marie Nyswander hófu methadone- meðhöndlun á tveim fyrstu sjúkl- ingunum í febrúar árið 1964 sem þátt rannsókna, er framkvæmdar voru af Rockefellerháskólanum í New Yorkborg. Þau notuðu stærri skammta en áður höfðu verið not- aðir, vegna þess að sjúklingarnir voru orðnir mjög vanir eiturlyfjum og þeim algerlega háðir. Um þessar fyrstu tilraunir segir dr. Nyswander þetta í skýringar- skyni: ,.Við vissum, að methadone var mjög gott kvalastillandi lyf; að áhrif þess vörðu lengi og að þau gerðu sjúklingunum fært að venj- ast af eiturlyfjunum á sem sárs- aukaminnstan hátt. Hinir góðu eig- inleikar lyfsins hefðu kannske ekki orðið eins augsýnilegir, hefðum við gefið miklu minni skammta af því, líkt og gert hafði verið í öðrum methadonetilraunum, sem ekki höfðu gefizt mjög vel“. Miklar breytingar. Dr. Dole gerði sér fyrst grein fyr- ir því, að breytingar voru að verða á sjúklingunum, þegar annar þeirra byrjaði að mála sér til afþreyingar af miklum áhuga og hinn bað sjúkraliðið um leyfi til þess að fá að læra og búa sig undir gagn- fræðaskólapróf utanskóla. Fyrsti sjúklingurinn, sem verið hafði eit-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.