Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 60
58
ÚRVAL
allan heim, kvað upp úr með það
á síðasta ári, að „það væru mjög
miklar og sannfærandi líkur fyrir
því, að til væri tvífara- eða spegil-
veröld okkar. Þar lifir allt nákvæm-
lega eins og hér gerist, en þar sem
þessi tvífaraveröld okkar er jafn-
framt andstæða okkar í einu og
öllu, þá gengur tíminn þar afturá-
bak, að okkar mati. . . .
Þessi yfirlýsing, hins merka fé-
lagsskapar, var mikill sigur fyrir
bæði rússneska vísindamenn og
ýmsa vísindamenn á Vesturlöndum,
sem hafa haldið þessari kenningu
fram sem hagnýtum möguleika. Það
voru vísindamenn frá fiórum þjóð-
löndum undir foryztu dr. Leon
Lademann við Columbiaháskólann,
sem unnu að þeim rannsóknum, sem
leiddu til þess, að hinn virðulegi
félagsskapur, sem áður er nefndur,
gaf yfirlýsingu þá, sem að ofan
greinir.
Vísindamenn höfðu almennt verið
efablandnir um réttmæti þessarar
andefnis- eða tvíefniskenningar, en
þeir snerust mjög á sveif með henni,
þegar rannsóknir bandarískra atóm-
vísindamanna leiddu í ljós að til
væri það, sem vísindamennirnir
kölluð „anti-xii-zero“, agnir. (Hér
kemur enn eitt verkefnið fyrir ný-
yrðasmiðina okkar). Þessar, anti-
xii-zero, agnir eru sama eðlis og
andefnið (anti-matter), og auð-
veldari til rannsóknar en nokkrar
aðrar agnir af andefnistagi, sem
fundizt hafa til þessa. Fundur þess-
ara anti-xii-zero agna gæti leitt
til þess, að við gætum með tím-
anum gert okkur ljósari hugmynd
um þennan tvífara heim okkar.
Einnig gæti þetta skýrt þá miklu
geislun ,sem vísindamenn hafa orð-
ið varir við frá fjarstu stöðum í
geimnum.
Einhvers konar geislasamband
eða radiosamband væri hugsanlegt
við þennan tvífara okkar úti í
geimnum ,en efnisleg snerting er
næstum óhugsandi, sem skiljanlegt
verður, þegar þess er gætt, að hér
er um algengar andstæður að ræða,
líkt og tvö samkynja rafskaut.
Hver minnsta snerting myndi því
orsaka sprengingu.
Það er einnig mjög lítili mögu-
leiki á, að við getum nokkru sinni
greint þennan tvífara okkar í sjón-
tækium, þar sem ljósið sem hann
sendir frá sér er sjálfsagt sams-
konar og frá öðrum hnöttum. Photon-
agnir þær, sem við í daglegu tali
köllum ljós eiga sér enga andstæðu
og eru því eins í báðum heimunum.
Þannig má heita útilokað, að við
getum séð eða komizt í snertingu
við þennan tvífaraheim okkar, en
það er ekki útilokað að við getum
orðið varir við hann.
Ef efnisögn snertir efnisögn, þá
skeður ekki annað en það, sem
reyndar gæti orðið nógu stórkost-
legt, að báðar leysast upp í orku
og skilia engin merki eftir sig. Til-
raunir í þessum efnum eru ákaflega
miklum vandkvæðum bundnar enn
þá, því að vísindamönnum hefur
ekki enn tekizt að framleiða eða
framkalla andefnisagnir nema í
svo stuttan tíma, að hann má kall-
ast yfirskilvitlegur eða einn tíu
þúsund milljónasti úr sekúndu.
Þetta hefur samt nægt til að full-
vissa vísindamennina um, að snert-