Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 68
66
ÚRVAL
Já, þá var gaman að lifa.
Við lifðum á bjúgum með pím-
enti, appelsínum og rauðvíni. Tekj-
urnar hrukku ekki til, en þá varð
það okkur til bjargar, að matvöru-
kaupmennirnir lánuðu okkur. Sem
betur fór kom stærðar-ávísun frá
vikublaði tveimur dögum fyrir
nafndag heilags Patreks. Þá létum
við hendur standa fram úr ermum,
borguðum fyrst allar skuldir, efnd-
um síðan til stórveizlu. Við keypt-
um þann mat sem við vorum vön
heiman frá írlandi, og ekki var
neitt ódýr þarna á Ibiza: kindaket,
baunir, gulrætur og kartöflur, en
banana og rjóma til að hafa í eftir-
mat. Þetta lukkaðist geisivel.
Við buðum innbornu fólki, m.a.
tveimur mönnum sem ekki höfðu
heilsazt í tuttugu ár, — en Brendan
tókst að sætta þá — einum Banda-
ríkjamanni, tveimur Aröbum og
fjölskyldu frá Krít.
Brendan keypti líka spænskt
kampavín sem ég hafði aldrei bragð-
að, og svo tókum við öll lagið.
Bandaríkjamaðurinn söng „Home on
the Range“, Arabinn franska þjóð-
sönginn — ekki veit ég hvað til
þess kom. Spánverjarnir sungu
þunglyndisleg og fögur ljóð og lög
um ástina og dauðann. En Brendan
söng um skærurnar milli I.R.A. og
Svairtra og Brúnna (Black and
Tans).
„Syngdu það,“ báðum við.
Hún gerði það. Þessi herhvöt
hljómaði einkennilega í munni
þessarar konu, sem ekki var neitt
frábrugðin í útliti venjulegri enskri
húsfreyju. Þá fanst okkur við skilja
þau orð hennar, að sér fyndist
Brendan enn vera á lífi og stundum
væri hún sem andsetin af honum.
„On the Eighteent Day of November
Just outside the town of Macroom
The Tans in their big Crossley
tenders
Came roaring along to their doom.
But the boys the column were
waiting
With hand grenades primed on the
spot.
And the Irish Republican Army
Carved up their whole mucking
lot.“
Hún bætti við: „Brendan var van-
ur að syngja ljóðið í fyrsta þætti af
The Hostage. í London var þessu
svarað með hrossahlátrum og ein-
staka lófaklappi. Meðal leikhús-
gesta í Englandi er dálítið um vellu-
lega samúð með I.R.A. (írski þjóð-
frelsisherinn). Brendan sagði að
þetta væri því líkast sem þegar
miðaldra Bandaríkjamenn sem lét-
ust vera frjálslyndir, gerðu sig
klökka út af borgarastyrjöldinni
á Spáni.“
Svo gaman sem Brendan og Bea-
trice þátti að drekka og syngja
saman og hafa gesti, svo ógaman var
oft að samlyndi þeirra heima fyrir.
Ljótasta rimman varð að sögn Bea-
trice í París eftir þessa þriggja
mánaða dvöl þeirra á Ibiza.
„Ekki hef ég neina hugmynd um
það um hvað við vorum að
rífast,“ sagði Beatrice. „Ég
held tilefnið hafi verið sama sem
ekki neitt, en svo jókst þetta orð
af orði. Ég held að við höfum bæði