Úrval - 01.05.1966, Side 69

Úrval - 01.05.1966, Side 69
BEATRICE OG BRENDAN BEHAN 67 verið áhyggjufull um afkomu okk- ar. Að minnsta kosti nefndum við hvort annað ljótum nöfnum og svo fórum við að fljúgast á. Ég barði hann með hnefunum. Við æptum og góluðum og slógumst í illu. Þetta var ást og hatur undarlega saman blandað. Höggin þóttu okkur bæði sæl og sár. Það voru ljótu lætin. Að síðustu féllumst við í faðma og sættumst. En ég var með ljótt glóð- arauga í marga daga.“ Þau höfðu farið til Ibiza seint á árinu 1957. Á næsta ári fóru þau út á strandstað og þar skrifaði Brendan The Hostage, hið síðasta af höfuðritum sínum. Hann skrifaði á gelisku, og þýddi svo afbragðsvel og ekki fyrirhafnarlaust á „tungu- mál óvinarins", ensku. „Honum var ekki vel við þessa þjóð, en hann gat skrifað tungu þeirra, það vantaði ekkert á það. í þetta sinn sátum við í John Mc- Daids-veitingastofu í Henry Street í Dublin miðri. Beatrice sat and- spænis dyrunum. Hún sagði að þetta væri siður sem Brendan hefði kennt sér. „Við þurftum ætíð að vita hver væri að koma,“ sagði hún, hvort það væri óvinur. Oft sat hann hérna í þessum stól.“ í næsta húsi var listaverkasafn og mátti þar sjá brjóstmynd af Brendan Behan, sem stóð í sýningarglugga. Það horfði við hverjum manni, sem ætlaði inn í veitingastofuna, eins og það væri að biðja gestinn að hleypa sér inn líka, og gefa sér í staupinu,“ sagði Beatrice og hló.“ Brendan var fríð- ur maður,“ sagði hún svo. „Vanga- svipurinn var eins og á mynd á fornrómverskri mynt. Jafnvel eftir að hann fitnaði og varð 225 pund að þyngd, var hann enn svo álitlegur maður, að fólk sneri sér við á götu til að horfa á hann. Hann narraðist sjálfur af vaxtarlagi sínu, þessum mikla búk á ofursmáum fótum. ,,Ég er eins og píanó á hjólfótum,“ sagði hann.“ The Hostage, sem fyrst var sýnt í London 1958, var mikill sigur fyrir höfundinn, en sýningarnar báru sig ekki. Samt þótti þetta mikill við- burður, og sagt var að nú væri komið fram að nýju mikið leikrita- skáld írskt. Upp frá þessu var Brendan heims- frægur, en hæfði því hlutverki illa. Peningarnir hurfu eins og fjaðra- fok í allar áttir,“ sagði Beatrice. „Það var fullt af snýkjudýrum í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.