Úrval - 01.05.1966, Page 69
BEATRICE OG BRENDAN BEHAN
67
verið áhyggjufull um afkomu okk-
ar. Að minnsta kosti nefndum við
hvort annað ljótum nöfnum og svo
fórum við að fljúgast á. Ég barði
hann með hnefunum. Við æptum og
góluðum og slógumst í illu. Þetta
var ást og hatur undarlega saman
blandað. Höggin þóttu okkur bæði
sæl og sár. Það voru ljótu lætin. Að
síðustu féllumst við í faðma og
sættumst. En ég var með ljótt glóð-
arauga í marga daga.“
Þau höfðu farið til Ibiza seint á
árinu 1957. Á næsta ári fóru þau
út á strandstað og þar skrifaði
Brendan The Hostage, hið síðasta af
höfuðritum sínum. Hann skrifaði á
gelisku, og þýddi svo afbragðsvel
og ekki fyrirhafnarlaust á „tungu-
mál óvinarins", ensku.
„Honum var ekki vel við þessa
þjóð, en hann gat skrifað tungu
þeirra, það vantaði ekkert á það.
í þetta sinn sátum við í John Mc-
Daids-veitingastofu í Henry Street
í Dublin miðri. Beatrice sat and-
spænis dyrunum. Hún sagði að
þetta væri siður sem Brendan hefði
kennt sér. „Við þurftum ætíð að
vita hver væri að koma,“ sagði hún,
hvort það væri óvinur. Oft sat hann
hérna í þessum stól.“ í næsta húsi
var listaverkasafn og mátti þar sjá
brjóstmynd af Brendan Behan, sem
stóð í sýningarglugga. Það horfði
við hverjum manni, sem ætlaði inn
í veitingastofuna, eins og það væri
að biðja gestinn að hleypa sér inn
líka, og gefa sér í staupinu,“ sagði
Beatrice og hló.“ Brendan var fríð-
ur maður,“ sagði hún svo. „Vanga-
svipurinn var eins og á mynd á
fornrómverskri mynt. Jafnvel eftir
að hann fitnaði og varð 225 pund að
þyngd, var hann enn svo álitlegur
maður, að fólk sneri sér við á götu
til að horfa á hann. Hann narraðist
sjálfur af vaxtarlagi sínu, þessum
mikla búk á ofursmáum fótum. ,,Ég
er eins og píanó á hjólfótum,“ sagði
hann.“
The Hostage, sem fyrst var sýnt
í London 1958, var mikill sigur fyrir
höfundinn, en sýningarnar báru sig
ekki. Samt þótti þetta mikill við-
burður, og sagt var að nú væri
komið fram að nýju mikið leikrita-
skáld írskt.
Upp frá þessu var Brendan heims-
frægur, en hæfði því hlutverki illa.
Peningarnir hurfu eins og fjaðra-
fok í allar áttir,“ sagði Beatrice.
„Það var fullt af snýkjudýrum í