Úrval - 01.05.1966, Page 70

Úrval - 01.05.1966, Page 70
68 ÚRVAL kringum hann að skjalla hann og hafa út úr honum og láta hann kaupa vínföngin handa sér og þeim. Hann drakk óhemju af kampavíni eftir að hann hafði efni á að kaupa það, og oft var hann veikur. „Beatrice“ sagði hann, „ég verð dauður áður en ég verð fer- tugur.“ „Óhemju fé fór í það að borga skuldir fyrir aðra. Öllum þeim lygum, sem honum voru sagðar í þeim tilgangi, trúði hann, og aldrei spurði hann neins til þess að fá staðfest að satt væri frá sagt, held- ur tæmdi hann vasa sína án þess að krefjast nokkurrar tryggingar, ekki svo mikið sem kvittunar. „Einu sinni kom til mín veitinga- þjónn og sagði við mig: „Svo sann- arlega sem guð er uppi yfir okkur, þá skuldar hann mér tuttugu pund.“ Ég galt þetta umyrðalaust. En svo komst ég að því að strákarnir, sem hann umgekkst höfðu verið að drekka og látið skrifa hjá Brendan þó að hann væri hvergi nærri og að honum forspurðum. Við þrátt- uðum meira um peninga en við höfðum gert meðan við vorum fá- tæk. Ekki mátti orði halla á pilt- ana hans, hvað sem mér sýndist þeir hafa gert af sér á hluta hans, þá var hann rokinn upp. Stundum stökk hann burt af heimilinu, og sást ekki í tvo eða þrjá daga, og var þá að drekka úr sér bræðina. Að því búnu kom hann heim. „Þó að Brendan væri oft veikur um þetta leyti, var allt sem hann skrifaði ófyrirleitið og þrungið kæti og ást á lífinu. Um þetta leyti var The Bostrál Boy bannaður í írlandi ekki vegna stjórnmálaáróðurs rits- ins, heldur vegna þess að bókin þótti hafa ósæmilegt orðbragð. Brendan gat þess með nöpru háði, að salan hefði stóraukizt þegar bann- ið var sett á. Fyndni og fjör hans í rithætti á- samt hinu fullkomna virðingarleysi hans fyrir yfirvöldum og æðri stétt, gerði ritsmíðar hans í blöðum og tímaritum að eftirsóttu lestrarefni. Og ekki síður drykkjuskapur hans og þær sögur sem af honum spunn- ust. Beatrice er sannfærð um að Brendan hafi verið gabbaður af á- settu ráði þegar hann var fenginn til að hafa viðtal við Malcolm Mugg- eridge í brezka sjónvarpinu. „Ég sagði sjónvarpsmönnunum að ég skyldi færa þeim hann ódrukk- inn og það gerði ég. Þeir buðu hon- um inn í lítinn biðklefa og aflæstu dyrunum. Þetta sá ég sjálf. En klukkutíma síðar, þegar hann var að fara í sjónvarpið, var hann orðinn drukkinn. Þeir hafa fengið honum flöskuna, annað er óhugs- andi. Þeir hafa viljað hafa hann drukkinn, í því hefur þeim þótt meira púður.“ Brendan sagði við bílstjórann sem ók honum heim eftir þessa vandræðalegu sýningu á honum í sjónvarpinu: „Auðvitað er ég drukk- inn, hvernig ætti maður að þola að koma fram í sjónvarpi annars.“ Hann var virktarvinur allra leigu- bílstjóra í Dublin og London,“ sagði Beatrice. „Ef Brendan kom ekki heim, þurfti ég ekki annað en að kalla til einhvers af þessum góðkunningjum hans og biðja hann að fara að leita að honum, þá voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.