Úrval - 01.05.1966, Síða 76
74
ÚRVAL
lit að henni væri óhætt að taka að
sér að stjórna heiminum."
Hann kallaði hana Blanaid Oria
Jaquline Mairead Behan. Hann
mætti seint þegar hún var skírð
og var þá góðglaður.
„Oft stóð hann upp um miðja nótt
til þess að gæta að því hvort hún
væri lifandi," sagði Beatrice. „Hann
kunni mikið af þjóðkvæðum og
þetta söng hann fyrir hana. Hann
vildi að hún yrði mannblendin.
Þegar þau hjónin höfðu gesti niðri,
var hann vanur að kalla upp á loft-
ið: „Komdu með hana ofan! Hún á
að venjast fólki.“
Svo mannblendin sem hann var,
kunni hann líka að meta einveru.
Beatrice sagði svo: „Við fórum oft
til staðar úti við strönd sem okkur
þótti nógu afskekktur og vorum
þar í nokkra daga í einu. Þar vor-
um við úti allan daginn, átum nesti
okkar í klettunum úti við sjó og
Brendan stakk sér þar sem brimið
var mest synti fram og aftur og
söng á sundi, en ég sat kyrr á
klettinum og söng við barnið og
dillaði því.
„Þegar þetta gerðist voru tenn-
urnar í munni hans að losna og
duttu svo hver af annarri, en ann-
aðhvort þóttist hann ekki hafa tíma
til að fara til tannlæknis eða hann
hafnaði því af þverúð.
Stuttu seinna fór heilsu hans að
hraka dag frá degi. Læknarnir
sögðu að lifrin væri stórskemmd
af ofdrykkju árum saman, en þar
við bættist sylcursýki á háu stigi.
Þeir fyrirskipuðu insúlín og bönn-
uðu honum að snerta áfengi. Hann
hlýddi hvorugu.
„Eftir að hann kom á spítalann
hélt hann áfram að þrjóskast gegn
fyrirmælum læknanna,“ sagði Bea-
trice. „Hjúkrunarkona hans gat
neytt hann til að taka meðulin með
því að hóta að brjóta vatnskönn-
una á honum sjálfum.
„Þegar hún var farin út sagði
hann dauflega. „Ég vildi ekki að
hún bryti hana því í henni var fal-
inn hálfpottur af víni.“ Hann dó
20. marz 1964 og var þá dóttir hans
fjögurra mánaða.
Áður en við fórum frá írlandi,
tók Beatrice okkur með sér inn i
þá veitingastofu sem kallast Péturs-
krá, og þar áttum við að hitta for-
eldra Brendans. „Þetta er þeirra
staður,“ sagði hún. Þegar þau komu
heilsaði hún þeim með kossi og feg-
inleik og móðir Brendans kyssti
okkur öll.
„Hvað varð af mannsefninu, sem
þú lofaðir mér?“ spurði Beatrice
tengdaföður sinn.
„Ég er alltaf að leita að honum
en ég hef engan fundið sem mér
líkar handa þér,“ sagði Stephen.
„Ætli þú finnir hann nokkurn-
tíma?“ sagði Beatrice. Svo sagði
hún við okkur: „Allir eru að skipa
mér að giftast aftur, skal ég segja
ykkur. Það halda allir að betra sé
fyrir barnið að eignast stjúpa og
mig að eignazt mann. Að vísu
mundi ég gera þetta ef ég hitti þann
sem ég gæti hrifizt af á sama hátt
og ég hreifst af Brendan. En lík-
legra þykir mér að það verði seint.“
„Segðu það ekki, segðu það ekki.
Ég ætla að hugsa málið,“ sagði
Stephen Behan. Faðir Brendans er
lágvaxinn, þrekinn maður hátt á