Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 76

Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 76
74 ÚRVAL lit að henni væri óhætt að taka að sér að stjórna heiminum." Hann kallaði hana Blanaid Oria Jaquline Mairead Behan. Hann mætti seint þegar hún var skírð og var þá góðglaður. „Oft stóð hann upp um miðja nótt til þess að gæta að því hvort hún væri lifandi," sagði Beatrice. „Hann kunni mikið af þjóðkvæðum og þetta söng hann fyrir hana. Hann vildi að hún yrði mannblendin. Þegar þau hjónin höfðu gesti niðri, var hann vanur að kalla upp á loft- ið: „Komdu með hana ofan! Hún á að venjast fólki.“ Svo mannblendin sem hann var, kunni hann líka að meta einveru. Beatrice sagði svo: „Við fórum oft til staðar úti við strönd sem okkur þótti nógu afskekktur og vorum þar í nokkra daga í einu. Þar vor- um við úti allan daginn, átum nesti okkar í klettunum úti við sjó og Brendan stakk sér þar sem brimið var mest synti fram og aftur og söng á sundi, en ég sat kyrr á klettinum og söng við barnið og dillaði því. „Þegar þetta gerðist voru tenn- urnar í munni hans að losna og duttu svo hver af annarri, en ann- aðhvort þóttist hann ekki hafa tíma til að fara til tannlæknis eða hann hafnaði því af þverúð. Stuttu seinna fór heilsu hans að hraka dag frá degi. Læknarnir sögðu að lifrin væri stórskemmd af ofdrykkju árum saman, en þar við bættist sylcursýki á háu stigi. Þeir fyrirskipuðu insúlín og bönn- uðu honum að snerta áfengi. Hann hlýddi hvorugu. „Eftir að hann kom á spítalann hélt hann áfram að þrjóskast gegn fyrirmælum læknanna,“ sagði Bea- trice. „Hjúkrunarkona hans gat neytt hann til að taka meðulin með því að hóta að brjóta vatnskönn- una á honum sjálfum. „Þegar hún var farin út sagði hann dauflega. „Ég vildi ekki að hún bryti hana því í henni var fal- inn hálfpottur af víni.“ Hann dó 20. marz 1964 og var þá dóttir hans fjögurra mánaða. Áður en við fórum frá írlandi, tók Beatrice okkur með sér inn i þá veitingastofu sem kallast Péturs- krá, og þar áttum við að hitta for- eldra Brendans. „Þetta er þeirra staður,“ sagði hún. Þegar þau komu heilsaði hún þeim með kossi og feg- inleik og móðir Brendans kyssti okkur öll. „Hvað varð af mannsefninu, sem þú lofaðir mér?“ spurði Beatrice tengdaföður sinn. „Ég er alltaf að leita að honum en ég hef engan fundið sem mér líkar handa þér,“ sagði Stephen. „Ætli þú finnir hann nokkurn- tíma?“ sagði Beatrice. Svo sagði hún við okkur: „Allir eru að skipa mér að giftast aftur, skal ég segja ykkur. Það halda allir að betra sé fyrir barnið að eignast stjúpa og mig að eignazt mann. Að vísu mundi ég gera þetta ef ég hitti þann sem ég gæti hrifizt af á sama hátt og ég hreifst af Brendan. En lík- legra þykir mér að það verði seint.“ „Segðu það ekki, segðu það ekki. Ég ætla að hugsa málið,“ sagði Stephen Behan. Faðir Brendans er lágvaxinn, þrekinn maður hátt á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.