Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 81
HIN FURÐULEGA SAGA SPILANNA
7!)
Síðasta stórfellda breytingin á
gerð spilanna var framkvæmd fyrir.
rúmri öld. Einhverjum datt sú
íjnjalla hugmynd í hug, að búa spil-
in þannig úr garði, að sama væri,
hvor endi þeirra sneri upp, því að
hvorugur endinn var lengur öfugur.
Áður hafði það verið heilmikil fyr-
irhöfn fyrir spilamenn að raða spil-
unum þannig, að ekkert þeirra stæði
á haus. Aldarfjórðungi síðar var
tölustöfum bætt á horn spilanna, þ.e.
tölugildi þeirra, og var þetta fyrst
og fremst gert til hagræðis fyrir
pokerspilamonn, sem þurftu þá ekki
að breiða eins mikið úr spilunum
og áður, þar eð nú þurftu þeir rétt
aðeins að geta séð á horn þeirra.
Tvær aðrar breytingar voru fram-
kvæmdar tiltölulega nýlega, en
hvorug sú breyting hróflar við
grundvallargerð spilanna. Báðar
þessar breytingar eru beinar afleið-
ingar af vaxandi vinsældum bridgs-
ins. Breidd pokerspilanna var
minnkuð úr 2M> þumlungi í 2%
þumlung, og þannig urðu bridge-
spilin til. Bridgespilasett (þ.e. tvenn
spil) fengu rönd með sitt hvorum
andstæðum lit á bakhliðina, svo að
auðvelt væri að telja slagina í sund-
ur, þar sem þeir lágu hver ofan á
öðrum.
Fyrstu spilin, sem búin voru til í
Nýja heiminum, voru gerð af sjó-
mönnum Kólumbusar árið 1492. Þeir
fengu langvarandi óveður á leiðinni,
og gerðust þeir nú æ hjátrúarfyllri,
unz þeir köstuðu þessum „pappa-
spjö’dum djöfulsins“ fyrir borð, ef
ske kynni að veðrinu myndi þá
slota. Brátt sáu þeir eftir þessu fljót-
ræði sínu, og þegar þeir fengu fast
land undir fætur að nýju, bjuggu
þeir sér til ný spil úr Iaufum copa-
trésins.
Spilaframleiðsla er stóratvinnu-
rekstur nú á tímum, en hann krefst
óskapiegrar nákvæmni og vand-
virkni. Geysivíðtækar varúðarráð-
stafanir eru gerðar til þess að
hindra, að spilin fái óvart einhver
aukamerki við prentunina. Sérhver
rykögn er síuð burt úr loftinu í
prentsmiðjunni, svo að agnir svífi
ekki niður á mótin og framkalli
þannig klessuagnir á spilunum.
Prentuninni er stjómað með raf-
eindatækjum, svo að engin frávik,
hversu smá sem þau kynnu að
verða, geri eitt spil öðru ólíkt. Verk-
smiðja ein varð að innkalla 110.000
pakka af dýrum spilum, vegna þess
að komið hafði fram örlítill galli á
bakhlið hjartaásanna, sem varð þó
rétt með naumindum greindur.
Spilaframleiðendur verða að geta
sér til um, hvers kaupendur óska,
hvað bakhlið spilanna snertir. Yfir-
leitt halda þeir sér við þær gerðir,
sem hafa reynzt vinsælar, svo sem
alls konar mynztur og útflúr. Hund-
ar eru alltaf vinsælir á bakhlið spila,
einnig skip, fuglar, drekar og lag-
legar stúlkur.
Spilaframleiðandurnir biðu síð-
asta meiri háttar ósigur sinn
skömmu eftir heimsstyrjöldina síð-
ari. Þeir hugsuðu sem svo, að fyrst
fjórir hefðu gaman af að spila
bridge, hlytu fimm þá að hafa enn
meira gaman af að spila spil þetta.
Þeir hófu því framleiðslu spila, sem
höfðu að geyma fimm liti í stað