Úrval - 01.05.1966, Side 83

Úrval - 01.05.1966, Side 83
HIN FURÐULEGA SAGA SPILANNA fjögurra, og bjuggust við miklum gróða. Fimmti liturinn var örn, þ.e. litirnir voru hjarta, spaði, tígull, lauf og örn. En það virtist bara eng- inn kæra sig um þessi nýju spil. Ef til vill var almenningur bara að bíða eftir því, að hafin væri fram- leiðsla spilaborða með fimm hliðum í stað fjögurra. Furðulegur fjöldi alls konar spila er spilaður í Bandaríkjunum, t.d. pólskur banki, rússneskur banki, kínverskt bezique, Schafskopf (kind- arhaus), gleði asnans, og O, pshaw. Bridge og canasta eru vinsælustu spilin. en þar á eftir koma pino- chle, poker, solitaire, rummy, 500, hjörtu, gin rummy og cribbage. En ekkert spil hefur samt haft eins víðtæk áhrif né valdið þvílík- um stórtíðindum sem bridge. Hjón- in Samuel og Sadie Oster áttu þrjú börn og það virtist ríkja sátt og sam- lyndi í fjölskyldunni. Á köldu marz- kvöldi árið 1932 sátu þau heima hjá sér í Brooklyn og spiluðu bridge. Allt gekk vel, þangað til Sadie sagði eitt tromp, án þess að hafa næga punkta, og tapaði þrem slögum. Sam barði hana með krepptum hnefa beint á neðri kjálkann, og þá komst allt í uppnám. Oddurinn á stóreflis skærum lenti í öðru auga Sams, og lét hann lífið við svo búið. Frú Oster var ákærð fyrir manndráp. en það var ekki hægt að sanna, hver hafði kastað skærunum, og svo fór, að dauða vesalings Sams var alls ekki hefnt. í Kansas City skaut Myrtle Benn- ett mann sinn þrem skotum fyrir að hafa opnað sögn með aðeins þrem- 81 kóngum. Kviðdómurinn sýknaði hana og Culbertsonkerfið. Silvio Silvasy lét oft í ljósi sára gremju yfir klaufaskap konu sinn- ar í spilum. Hann notaði þá ljótt orðbragð, kleip hana og gaf henni stundum á hann. Hún sótti því um skilnað að borði og sæng og bar það fram fyrir dómstólnum, að hann vaknaði stundum á nóttunni og „urr- aði, hvæsti, gnísti tönnum, gretti sig, bölvaði og lemdi höfðinu á henni við vegginn“. Dómarinn, sem hefur augsýnilega ekki verið bridgespil- ari, kvað upp dóm í málinu frúnni í vil. Þótt þau væru öll ákafir bridge- spilarar, þau Silvasy, Oster og Myrtle Bennett, þá hefði það sjálf- sagt vafizt fyrir þeim að svara eft- irfarandi spurningum: Hve margir af kóngunum hafa yf- irvaraskegg? Hvaða gosar eru sýnd- ir á hlið? Á hverju heldur hver drottning í hendi sér? (Þú hefur þegar lesið svarið við spurningu þessari fyrr í þessari grein). Hvaða kóngar beina sverði sínu upp á við, og hvaða kóngur er alveg tómhent- ur? Hversu margar mismunandi hár- greiðslur hafa gosarnir? Þótt þú hafir staðið þig illa á þessu prófi, hefurðu samt ekki stað- ið þig neitt verr en spilamenn gera að meðaltali. Allfæstir veita gerð spilanna nokkra athygli, fyrr en henni er breytt. Þá mótmæla allir. Þótt svör- in við spurningum þessum séu alveg við höndina eða ekki lengra frá þér en næsti spilabunki, þá eru spila- sagnfræðingar enn að velta vöngum yfir nokkrum leyndardómum spil-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.