Úrval - 01.05.1966, Page 84
82
anna. Hvers vegna rakaði hjarta-
kóngurinn af sér yfirsgekkið?
Hvernig fékk spaðagosinn auka-
röð af lokkum? Hver krýndi Hin-
rik 8. Englandskonung með spænskri
kórónu? Var þarna um yfirsjónir
leturgrafara og prentmyndasmiða að
ræða? Eða voru mistök þessi gerð
vísvitandi? Og þá hvers vegna. Og
hvernig stóð á því, að lægsta spiiið
í bunkanum fékk meira gildi en öll
önnur í langsamlega flestum spil-
um?
Það er ekki svo að skilja, að menn
hafi yfirleitt miklar áhyggjur vegna
þessara ósvöruðu spurninga. Spil-
in veita okkur meiri ósvikna
skemmtun gegn minni kostnaði en
nokkurt annað skemmtitæki eða
dægradvöl, sem er á markaðnum.
Og það skiptir í rauninni ekki neinu
ÚRVAL
máli, hvers vegna tígulkóngurinn er
með stríðsöxi í stað sverðs.
Og hvað er að lokum að segja um
þessa milljón dollara hugmynd
þína, sko, þessa, sem þú veizt, að
muni valda byltingu í allri spila-
mennsku? Ég á auðvitað við að
framleiða hjartað í einum lit, lauf-
ið í öðrum, hjartað í enn öðrum og
svo spaðann í þeim fjórða! Slík spil
hafa verið á markaðnum áður fyrr,
en þau hafa ekkert selzt. Spilamenn
voru gripnir hryllingi, er þeir litu
þau.
Stríðum og byltingum hefur ekki
tekizt að varpa konungum og drottn-
ingum spilanna af stóli. Þau hafa
staðizt hvers konar árásir úr öllum
áttum, hafa jafnvel lifað af kvik-
myndimar, útvarpið og sjónvarpið.
Framkvæmdastjórinn við starfsmann sinn: „Ekki get ég sagt, aS
ég sé hrifinn af kostnaðarreikningi þínum, sem fyrirtækinu er ætlað
að borga, en við vildum samt gjarnan kaupa höfundarréttinn að hon-
um.“ Dale McFeatters
Víðast hvar er það nú orðið ólöglegt að hætta lífi og limum með því
að halda upp á þjóðhátíðardaginn með flugeldaskotum. Til slíks verður
maður nú að nota bíla. Changing Times
I Bandaríkjunum nota leikflokkar oft hlöður til uppsetningar leik-
rita að sumarlagi. Því varð Bill Vaughan Þetta einu sinni að orði:
„Vinur minn, sem er bóndi, segir, að fylli hann hlöðuna sina af korni,
fái hann mýs, en skilji hann hana eftir tóma, fái hann bara leikara I stað-
inn.‘
Það sem við skuldum hinu opinbera, er einfaldlega það, að ein-
staklingar verða að borga þær. Marh H. Waldrip
Það er leitt, að á meðal hinna ýmsu mannréttinda skuli rétturinn til
Þess, að vera I mótsögn við sjálfan sig hafa gleymzt algerlega.
Baudelaire