Úrval - 01.05.1966, Side 87

Úrval - 01.05.1966, Side 87
HVERJIR TAKA BERLÍN? 85 aðir herflutningabif- reiða streymdu í enda- lausum straumi eftir þröngri aðalgötu hinn- ar frönsku borgar og stefndu í norðaustur — í átt til vest- urvígstöðvanna. Þær áttu langa leið fyrir höndum. Og borgin Reims, sem er fræg fyrir sína gotnesku dómkirkju með turnunum tveim, var meira en venjulegur áningar- og eftirlitsstaður á birgðaflutninga- leið þessari. Dag þennan, miðviku- daginn 28. marz árið 1945, var hún ef til vill þýðingarmesta borgin í gervallri Evrópu. í bakgötu einni, sem var nálægt járnbrautarstöðinni, stóð þriggja hæða skólahús úr rauð- um múrsteini. Og í skólahúsi þessu var til húsa þýðingarmikil stofnun, SHAEF, Aðalbækistöðvar yfir- stjórnar Bandaríkjaherjanna. Skrifstofa Eisenhowers. yfirmanns alls herafla hinna vestrænu Banda- mannaherja á meginlandi Evrópu, var í skólastofu á annarri hæð. Þar hafði Eisenhower unnið næstum þrotlaust allan daginn. Stofan var lítil og fátækleg. Við gluggana tvo hengu myrkvunartjöld. Á skrif- borðinu voru tvö svört símatæki, annað fyrir símtöl til Washington og Lundúna, sem ekki var unnt að hlera, þar eð þá heyrðist eintómar truflanir. Stundarfjórðungi fyrir átta um morguninn hafði hann les- ið símskeyti Montgomerys yfirhers- höfðingja, þar sem hann leitaði eft- ir samþykki um að mega æða á- fram til Elbe og þaðan áfram til Berlínar. Og nú var Eisenhower að taka ákvörðun sína um, hvernig sókninni skyldi háttað og hernað- urinn rekinn allt til stríðsloka. Hnitmiðuð öflug framsókn á einum stað eða hægari sókn á gervallri víg- línunni? Nokkrum mánuðum áður höfðu æðstu yfirmenn herafla Banda- manna gefið svohljóðandi yfirlýs- ingu um hlutverk Eisenhowers, æðsta yfirmanns innrásarherjanna: ,,Þú munt ráðast inn á meginland Evrópu og hefja, í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, aðgerðir, sem miða að sókn inn í hjarta Þýzka- lands og eyðileggingu herafla þess“. Eisenhower hafði framkvæmt fyrir- mæli þessi með miklum snilldar- brag. Honum hafði tekizt að hamra sam^n geysilegt sóknarvopn úr her- afla rúmlega heillar tylftar þjóða, og hafði þannig myndað hrikaleg- asta her sögunnar. Herir hans höfðu ruðst yfir Rín á 21. degi og rutt sér braut inn í hjarta Þýzkalands á miklu skemmri tíma en gert hafði verið ráð fyrir. En þessi óvænti hraði sóknarinnar hafði nú einmitt skapað Eisenhower fjöl- mörg flókin vandamál, sem kröfð- ust þess, að þau væru nú leyst. Hann varð nú að taka tafarlaust ákvarð- anir um þessi flóknu vandamál. Eisenhower varð að samræma á- ætlanir sínar þessum nýju aðstæð- um. Það þýddi, að hann varð að breyta hlutverki sumra herjanna, einkum 21. her Montgomerys. Og síðasta orðsending Montgomerys bar þess greinilega vitni, að enn væri um að ræða þýðingarmikinn skoð- anamun þessara tveggja manna. Mánuðum saman höfðu þeir Mont- gomery og yfirmaður hans, Sir Alan Brooke yfirhershöfðingi, formaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.