Úrval - 01.05.1966, Side 89
HVERJIR TAKA BERLÍN?
87
þessi skoðanamunur og misklíð
hafði hafizt, og Eisenhower hafði
haldið fast við þessa fyrirætiun sína.
Montgomery hafði heldur ekki látið
af þeim vana sínum, að lýsa yfir
skoðunum sínum um, hvernig vinna
skyldi striðið, hvar skyldi vinna það
og hverjir ættu að hljóta þann heið-
ur að vinna það.
Við þetta ósamkomulag bættist
svo gamalt deilumál, sem nú var
endurvakið og brezku blöðin studdu.
Þar var um að ræða uppástungu um
að útnefna sérstakan „yfirmann
landheraflans“, þannig að Eisenhow-
er yrði ekki lengur að fullu yfir-
maður alls innrásarhersins. Ráku
brezku blöðin áróður fyrir því, að
Montgomery skyldi útnefndur til
þess starfs. Þegar herferð þessi fór
að magnast, tók Bradley skyndilega
af skarið. Hann lýsti því yfir ásamt
Patton hershöfðingja, að kæmi slíkt
til framkvæmda, mundu þeir segja
af sér starfi sínu sem yfirmenn herja
sinna. Svo alvarleg misklíð hafði
aldrei komið fram áður í herbúð-
um Breta og Bandaríkjamanna. Eis-
enhower fannst að lokum sem á-
standið væri orðið óþolandi. Hann
vildi binda endi á þessar deilur, og
í því skyni sendi hann símskeyti
til Washington, þar sem hann lýsti
því í rauninni yfir, að það væri
„annaðhvort um hann eða Monty að
ræða“. Montgomery brá, er honum
var tilkynnt þetta. Þetta var honum
sem áfall. Hann dró saman seglin og
sendi Eisenhower orðsendingu, sem
sýndi, að hann var fyrst og fremst
sannur hermaður. „Hver svo sem
ákvörðun yðar verður, getið þér
treyst mér fullkomlega“, stóð í orð-
sendingunni. Og undir henni stóð
þetta: „Yðar holli undirmaður
Monty“. Þannig hafði mál þetta ver-
ið til lykta leitt, a.m.k. í bili.
Örlagastund.
En samt var Mongomery áfjáður