Úrval - 01.05.1966, Page 91

Úrval - 01.05.1966, Page 91
HVERJIR TAKA BERLÍN? 89 hafa með höndum lokasókninamiklu til Berlínar. Fyrsti þátturinn, sem hann varð að vega og meta, var sjálfur Rauði herinn. Hann var nú aðeins 38 mílum fyrir austan Berlín eða við ána Oder. Þar hafði hann verið að styrkja aðstöðu sína und- anfarna tvo mánuði. Farið hafði fram endurskipulagning á stöðu hinna ýmsu deilda hans til undir- búnings lokasókninni til Berlínar. En brezku og amerísku herirnir voru enn rúmar 200 mílur frá borginni. Ættu Bretar og Bandaríkjamenn þá nokkuð að reyna að taka borgina? Eisenhower var á móti skapi að fara í kapphlaup við Rússa til Ber- línar og keppa þar við þá um töku borgarinnar. Slíkt kynni ekki að- eins að koma þeim, sem tapaði í kapphlaupinu, í erfiða aðstöðu, held- ur gæti slíkt leitt til afdrifaríkra og skelfilegra atburða, ef fundum hinna æðandi herja bæri óvænt saman. Það hafði oft þurft minna til þess að hleypa styrjöld af stað. Augsýnilega varð að komast að sam- komulagi við Rússana um samræm- ingu sóknar herjanna, og slíkt þoldi nú enga bið lengur. Þar að auki hvíldi eitt hernaðar- rekstrarvandamál sem mara á herð- um Eisenhowers. í stóra kortaher- berginu nálægt skrifstofu hans sýndi vandlega teiknað njósnakort svæði það, sem bar heitið „Þjóðvirki, sem fregnir hafa borizt um“. Var þar um að ræða 20.000 fermílna fjalla- hérað fyrir sunnan Miinchen í Suð- ur-Þýzkaandi, og var aðalkjarni þess Berchtesgaden og Arnarhreiðrið, feiustaður Hitlers í fjöilunum við Berchtesgaden. Kortið sýndi geymsl- ur fyrir skotfæri og alls konar efni til ,,kemisks“ hernaðar, herbúðir og virki, jafnvel sprengjuheldar neðan- jarðarverksmiðjur. Undanfarna mánuði höfðu njósna- fregnir um þetta Alpavirki haldið áfram að streyma að. Fregnir þess- ar voru allar merktar „óstaðfestar“, en yfirmaður njósna- og könnunar- starfsemi SHAEF, brezki hershöfð- inginn Kenneth W.D. Strong, við- hafði þessi orð um fregnir þessar: „Það getur verið, að það sé alls ekki um slíkt ,,þjóðarvirki“ að ræða þarna, en við verðum samt að gera ráðstafanir tii þess að hindra, að því verði komið þar á laggirn- ar“. Til þess að mæta ógnun þessari bar Bradley fram þá uppástungu, að her hans klyfi Þýzkaland í tvennt með því að sækja fram þvert yfir Mið-Þýzkaland. Slíkt mundi „koma í veg fyrir, að þýzkt herlið gæti hörfað undan suður til virkisins“. Nú tóku fregnir um skoðanir hinna ýmsu bandarísku hershöfðingja og yfirmanna SHAEF um ákvörðun þessa að berast skrifstofu Eisenhow- ers í stríðum straumum. En þá barst honum skyndilega mjög þýðingar- mikil orðsending frá yfirmanni sín- um Marshall hershöfðingja, yfir- manni bandaríska herforingjaráðs- ins. í henni lýsti Marshall hershöfð- ingi yfir áhyggjum sínum vegna hins hugsanlega „þjóðarvirkis“ og bað Eisenhower að segja álit sitt á þeirri hugmynd að sækja skyldi hratt fram til þess „að hindra, að skapazt gætu skipulögð andspyrnu- svæði“. Einnig vildi Marshall fá að heyra álit Eisenhowers um, hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.