Úrval - 01.05.1966, Page 94

Úrval - 01.05.1966, Page 94
92 ÚRVAL veHinum. Hinar ýmsu deildir höfðu verið styrktar. Inn í þær hafði ver- ið bætt mönnum, þar á meðal leif- um herdeilda, sem höfðu verið næst- um stráfeildar. Þar að auki átti hann við mikla erfiðleika að stríða vegna skorts á alls konar útbúnaði og birgðum. Rússar voru teknir að byggja brýr yfir Oderfljót, sem var nú í mikl- um vexti, og yfir fenin handan þess. Þegar Þjóðverjar létu tundurdufl reka niður eftir fljótinu til þess að eyðileggja þessar flotbrýr Rússanna, flýttu Rússar sér að setja upp varn- arnet við brýrnar og veiða tundur- duflin í þau. Það kom ekki til mála, að Þjóðverjar gætu lengur gert nein- ar loftárásir. ,,Luftwaffe“, þýzka flugliðið, hafði hvorki flugvélar né eldsneyti til slíks lengur. Það var í hæsta lagi, að það hefði umráð yf- ir einstaka flugvélum til könnunar- flugs. Það var aðeins um að ræða eitt varnartæki til þess að binda endi á hina stórfelldu brúarsmíði Rússanna, þ.e. stórskotaliðið, en það stórskotalið, sem Heinrici hafði nú til ráðstöfunar, var ekki öflugt. Því skipaði hann svo fyrir, að nota skyldi loftvarnabyssur í stað fall- byssna og annarra byssna stórskota- liðsins. Slíkt veikti að vísu varnirn- ar gegn loftárásum Rússa, en þetta hjálpaði þó svolítið til. Hverjar svo sem persónulegar til- finningar Heinrici voru, lét hann ekki neinn bilbug á sér finna gagn- vart foringjum eða óbreyttum her- mönnum herliðsins. í þeirra augum var hann enn hinn óbrjótandi Hein- rici hetjusagnarinnar, maðurinn, sem hafði haldið velli á hinu langa, beisklega undanhaldi frá Moskvu gegn ofurefli liðs, sem var stundum allt að tólffallt sterkara. Og líkt og hans var venja, barðist hann enn gegn „brjálæði og dómgreindar- skorti“ æðstu yfirmanna heraflans. Örvæntingarfull tilraun til þess að sækja fram og ná sambandi við her- lið það, sem enn varði Kústrin, hafði reynzt árangurslaus. En þrátt fyrir mótmæli Heinrici skipuðu hinir æðstu yfirmenn svo fyrir, að gera skyldi aðra árás við Kústrin, en skothríð stórskotaliðs Rússa batt al- geran endi á árás þá, svo að her- liðið beið fullkominn ósigur. Og jafnvel nú, daginn eftir ófar- ir þessar, hafði reiði Heinrici ekki hiaðnað. Hann var að bíða eftir að fá símasamband við aðalbækistöðv- ar herforingjaráðsins í Zossen og æddi fram og aftur um gólfið í skrif- stofu sinni, tautaði fyrir munni sér: „Hroðalegar ófarir! Ótrúlegt tjón al- gerlega að tilefnislausu“! Síminn hringdi. Svipur Heinrici varð hörkulegur, er hann hlustaði á röddina í símanum. Hann lagði snögglega frá sér taltækið og sagði lágt, aðstoðarmönnum sínum til mik- illar undrunar: „Guderian er ekki lengur yfirmaður herforingjaráðs- ins, Hitler leysti hann frá þeim störf- um síðdegis í dag“. Brottrekstur Guderians hershöfð- ingja hafði fylgt á eftir einu ofsaleg- asta rifrildi, sem vitað var um, að nokkru sinni hefði átt sér stað í Ríkiskanslarahöllinni. Á fundi sín- um um hádegið hafði Foringinn reynt að finna einhvern sökudólg, sem kenna mætti um ófarirnar við Kústrin. Hann hafði því ausið sví-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.