Úrval - 01.05.1966, Qupperneq 94
92
ÚRVAL
veHinum. Hinar ýmsu deildir höfðu
verið styrktar. Inn í þær hafði ver-
ið bætt mönnum, þar á meðal leif-
um herdeilda, sem höfðu verið næst-
um stráfeildar. Þar að auki átti hann
við mikla erfiðleika að stríða vegna
skorts á alls konar útbúnaði og
birgðum.
Rússar voru teknir að byggja brýr
yfir Oderfljót, sem var nú í mikl-
um vexti, og yfir fenin handan þess.
Þegar Þjóðverjar létu tundurdufl
reka niður eftir fljótinu til þess að
eyðileggja þessar flotbrýr Rússanna,
flýttu Rússar sér að setja upp varn-
arnet við brýrnar og veiða tundur-
duflin í þau. Það kom ekki til mála,
að Þjóðverjar gætu lengur gert nein-
ar loftárásir. ,,Luftwaffe“, þýzka
flugliðið, hafði hvorki flugvélar né
eldsneyti til slíks lengur. Það var í
hæsta lagi, að það hefði umráð yf-
ir einstaka flugvélum til könnunar-
flugs. Það var aðeins um að ræða
eitt varnartæki til þess að binda
endi á hina stórfelldu brúarsmíði
Rússanna, þ.e. stórskotaliðið, en það
stórskotalið, sem Heinrici hafði nú
til ráðstöfunar, var ekki öflugt. Því
skipaði hann svo fyrir, að nota
skyldi loftvarnabyssur í stað fall-
byssna og annarra byssna stórskota-
liðsins. Slíkt veikti að vísu varnirn-
ar gegn loftárásum Rússa, en þetta
hjálpaði þó svolítið til.
Hverjar svo sem persónulegar til-
finningar Heinrici voru, lét hann
ekki neinn bilbug á sér finna gagn-
vart foringjum eða óbreyttum her-
mönnum herliðsins. í þeirra augum
var hann enn hinn óbrjótandi Hein-
rici hetjusagnarinnar, maðurinn,
sem hafði haldið velli á hinu langa,
beisklega undanhaldi frá Moskvu
gegn ofurefli liðs, sem var stundum
allt að tólffallt sterkara. Og líkt og
hans var venja, barðist hann enn
gegn „brjálæði og dómgreindar-
skorti“ æðstu yfirmanna heraflans.
Örvæntingarfull tilraun til þess að
sækja fram og ná sambandi við her-
lið það, sem enn varði Kústrin, hafði
reynzt árangurslaus. En þrátt fyrir
mótmæli Heinrici skipuðu hinir
æðstu yfirmenn svo fyrir, að gera
skyldi aðra árás við Kústrin, en
skothríð stórskotaliðs Rússa batt al-
geran endi á árás þá, svo að her-
liðið beið fullkominn ósigur.
Og jafnvel nú, daginn eftir ófar-
ir þessar, hafði reiði Heinrici ekki
hiaðnað. Hann var að bíða eftir að
fá símasamband við aðalbækistöðv-
ar herforingjaráðsins í Zossen og
æddi fram og aftur um gólfið í skrif-
stofu sinni, tautaði fyrir munni sér:
„Hroðalegar ófarir! Ótrúlegt tjón al-
gerlega að tilefnislausu“!
Síminn hringdi. Svipur Heinrici
varð hörkulegur, er hann hlustaði
á röddina í símanum. Hann lagði
snögglega frá sér taltækið og sagði
lágt, aðstoðarmönnum sínum til mik-
illar undrunar: „Guderian er ekki
lengur yfirmaður herforingjaráðs-
ins, Hitler leysti hann frá þeim störf-
um síðdegis í dag“.
Brottrekstur Guderians hershöfð-
ingja hafði fylgt á eftir einu ofsaleg-
asta rifrildi, sem vitað var um, að
nokkru sinni hefði átt sér stað í
Ríkiskanslarahöllinni. Á fundi sín-
um um hádegið hafði Foringinn
reynt að finna einhvern sökudólg,
sem kenna mætti um ófarirnar við
Kústrin. Hann hafði því ausið sví-