Úrval - 01.05.1966, Side 98

Úrval - 01.05.1966, Side 98
96 ÚRVAL Kreml. Nokkrum augnablikum síðar voru marskálkarnir tveir komnir inn í lyftu, sem flutti þá upp í skrif- stofur Stalíns á annarri hæð. Þeir voru klæddir snyrtilegum einkenn- isbúningum, sem skreyttir voru gylitum axlaborðum. Á borðum þessum gat að líta einkenni sovézkra hermarskálka, eina Sovétstjörnu. Þeir ræddu vinsamlega saman á leið- inni til skrifstofunnar. Sá, sem kom- ið hefði sem snöggvast auga á þá í samræðum þessa stundina, hefði get- að álitið, að þeir væru nánir vinir. En sannleikurinn var samt sá, að þeir voru keppinautar og báru síð- ur en svo hlýjar tilfinningar í brjósti hvor til annars. Þeir Zhukov, sem var 49 ára gam- all, og Koniev, sem var ári yngri, höfðu nú báðir náð upp á hátind starfsframa síns. Þeir voru báðir harðgerir og hagsýnir menn, sem hopuðu ekki á hæli. Zhukov var stuttur og digur og fremur mildur á svip. Almenningur dáði hann. En samt voru þeir til, sem álitu hann ófreskju. Hann hafði byrjað feril sinn sem óbreyttur liðsmaður í Drekaliði keisarans. Hann hafði svo gengið í lið með byltingarsinnum ár- ið 1917 og barist grimmdarlega gegn andstæðingum bolsévikka. Hann var gæddur lifandi ímyndunarafli og hæfileikum til yfirmannsstöðu í hernum. Árið 1941 var hann orðinn yfirmaður sovézka herforingjaráðs- ins. Hann var þekktur sem „her- maður á meðal hermanna“ þrátt fyrir sína háu stöðu, og fyrir um- burðarlyndi sitt gagnvart óbreyttum liðsmönnum. Svo framarlega sem hermenn hans börðust hraustlega, á- leit hann, að þeir væru vel að þeim ávöxtum stríðsins komnir, sem kynnu að falla þeim í skaut. En hann var harður í horn að taka gagnvart yfirmönnum þeim, sem stóðu ekki vel í stöðu sinni. í viðureigninni í Póllandi árið 1944 fylgdist Zhukov eitt sinn með því í sjónauka, er 65. herinn sótti fram. Þá hrópaði hann skyndilega: „í hegningarherdeildina með yfir- mann liðsins og yfirmann 44. riffla- sveitarinnar“. Undirmaður einn bað Zhukov þess innilega að þyrma yf- irmanni liðsins, og samþykkti hann það að iokum, en hinn hershöfðing- inn var tafarlaust lækkaður í tign og sendur í hegningarherdeildina, sem var í fremstu víglínu. Þar var honum skipað að stjórna árás, sem var svo hættuleg, að hún jafngilti næstum sjálfsmorði. Hann féll næst- um samstundis. En þá mælti Zhukov með því, að hinum fallna hershöfð- ingja skyldi veitt æðsta herheiðurs- merki Sovétríkjanna, Hetjuorða Sovétríkjanna. Zhukov var sjáifum veitt orða þessi þrisvar sinnum, og hafði hann þannig vinninginn yfir Koniev, helzta keppinaut sinn, sem fékk hana aðeins tvisvar. Frægð Zhu- kovs hafði haldið áfram að aukast og breiðast út, en Koniev hafði hald- ið áfram að vera næstum óþekktur. Honum var meinilla við það. Hann var hávaxinn og kraftalegur maður, fremur óþýður á manninn. Hann var mikill framkvæmdamaður, og hafði ferill hans að sumu leyti verið hlið- stæður ferli Zhukovs. Hann var fremur harður í horn að taka gagn- vart hinum óbreyttu hermönnum, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.