Úrval - 01.05.1966, Page 100

Úrval - 01.05.1966, Page 100
98 ÚRVAL umburðarlyndur við liðsforingja sína og því ólíkur Zhukov að því leyti. Hann gat verið villimannslegur á vígvellinum. í Dnieperorrustunum höfðu hersveitir hans eitt sinn um- kringt nokkur þýzk herfylki. Kon- iev krafðist þess að þau gæfust taf- arlaust upp. Þegar Þjóðverjar neit- uðu því, skipaði hann Kósökkun- um að sækja fram á hestum sínum með sverð í hendi. „Við leyfðum Kósökkunum að höggva eins lengi og þeir óskuðu“, sagði hann. „Þeir hjuggu jafnvel hendurnar af þeim, sem réttu þær upp til merkis um uppgjöf”. Að þessu leyti voru þeir Zhukov og Koniev a.m.k. sammála. Þeir gátu ekki gleymt hryðjuverk- um nasista. Þeir fundu ekki til misk- unnar né iðrunar, þegar Þjóðverj- ar voru annars vegar. Þeir gengu inn eftir ganginum, sem kiæddur var rauðu teppi. Þeg- ar þeir voru komnir inn í miðjan ganginn, visuðu ieiðsögumenn þeirra þeim inn í fundarherbergið. Það var langt og mjótt, og þar inni var mjög hátt til lofts. Langt, gijáandi mah- ogníborð fyllti næstum út í her- bergið. Umhverfis það voru margir stólar. Beint uppi yfir borðinu hengu tvær stórar Ijósakrónur með sterk- um, óhúðuðum perum. Birtan af þeim var sterk. í öðrum enda her- bergisins gat að líta tvöfalda hurð. Þetta voru dyrnar að einkaskrif- stofu Stalíns. Á næstu mínútum gengu meðlim- ir Ríkisvarnarnefndarinnar inn í herbergið, þeir sjö menn, sem stóðu næstir Stalín að völdum í Sovét- ríkjunum. Er þeir tóku sér sæti, opn- uðust hurðirnar á skrifstofu forsæt- isráðherrans, og stuttur og þrekinn maður kom inn í herbergið. Þetta var Stalín. Hann var klæddur á lát- lausan hátt, í sinnepsgulan einkenn- isbúning, án axlaborða eða nokk- urra merkja. Buxnaskálmunum hafði verið brett niður í mjúk, svört leðurstígvél, sem náðu upp að hné. Hann eyddi litlum tíma í kurteis- islegar kveðjur, heldur bað þá Zhu- kov og Koniev að svara nokkrum spurningum um ástandið á vígstöðv- unum. Svo kom hann sér skyndilega að efninu. Með sinni lágu röddu, sem ein- kenndist af sönglhreimi Georgíu- héraðs, sagði Stalín rólega, en á- kveðið. „Soyuznichki - - litlu banda- mennirnir — ætla að komast til Ber- línar á undan Rauða hernum. Hann sagðist hafa móttekið upplýsingar um þessa fyrirætlun Breta og Bandaríkjamanna og væri það aug- sýnilegt, að „fyrirætlanir þeirra bæru lítinn vott um, að þeir væru bandamenn Rússa“. Svo sneri hann sér að Shtemenko hershöfðingja og sagði: „Lestu skýrsluna“.‘ Mikið af þessu sovézka efni fékkst í Moskvu. Sovézka ríkisstjórnin Jeyfði höfundi að hafa viðtöl við ýmsa þátttakendur orrustunnar um Berlín, allt frá marskáJkum til ó- breyttra liðsmanna. Þar að auki fékk hann aðgang að herskjalasöfn- um og fékk að taka afrit af margs konar skjölum og plöggum og taka þau afrit með sér frá Rússlandi, þar á meðal herkort, myndir og skýrsl- ur um bardaga og herferil ýmissa manna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.