Úrval - 01.05.1966, Page 101
HVERJIR TAKA BERLÍN?
99
Shtemenko reis upp. Liðssveitir
Eisenhowers gerðu ráð fyrir að um-
lykja þýzka herliðið í Ruhrhéraði
og ráða niðurlögum þess, sagði hann,
og halda síðan til Leipzig og Dres-
den. En rétt svona „í leiðinni" ætl-
uðu þeir svo að taka Bei'lín. Hann
sagði, að þetta mundi líta þannig út,
að „þeir væru að hjálpa Rauða hern-
um“. En það væri vitað mál, að það
væri „aðalmarkmið Eisenhowers" að
taka Berlín, áður en sovézka herliðið
næði til borgarinnar.
Stalín sneri sér síðan að þessum
tveim marskálkum sínum. „Jæja“,
bætti hann við mjúklega, „hver tek-
ur svo Berlín? Við eða Bandamenn"?
Koniev varð fyrri til þess að
svara : „Við munum gera það“, sagði
hann.
„Einmitt", sagði Stalín með kímn-
isglampa í augum, „svo að þú ert þá
þannig náungi“? Síðan varð hann
kuldalegri að nýju og sneri sér aft-
ur að efninu. Hann lét spurningun-
um rigna yfir Koniev. Hvernig ætl-
aði Koniev sér að ná Berlín nógu
snemma? Var hann undir slíkt bú-
inn? „Yrði ekki nauðsynlegt fyrir
þig að endurskipuleggja heri þína
og láta hinar ýmsu hersveitir breyta
um stöðu“?
Zhukov greip fram í: „Það er eng-
in þörf fyrir slíkar breytingar hjá
liðssveitunum á mínum vígstöðvum.
Þær eru alveg tilbúnar. Við erum
komnir næst Berlín. Við tökum Ber-
lín“.
Stalín leit þegjandi á þessa tvo
menn, og það brá sem snöggvast
fyrir brosi á andliti hans. Nú var
hann að leika gamla leikinn sinn,
að leika þeim hvorum á móti öðr-
um. „Ágætt“, sagði hann blíðlega.
„Þið verðið báðir kyrrir hérna í
Moskvu og útbúið sóknaráætlanir
ykkar ásamt herforingjaráðinu. Ég
vænti þess, að þær verði tilbúnar
innan 48 stunda“. Síðan kinkaði
hann kolli lítillega og yfirgaf her-
bergið.
Klukkan átta um kvöldið var sent
svarskeyti til Eisenhowers. Þar var
fjallað vandlega um þetta efni í smá-
atriðum. „Fyrirætlun yðar er alger-
lega í samræmi við fyrirætlun
sovézka herforingjaráðsins“, sagði
Stalín í þessu svarskeyti sínu. Hann
samþykkti algerlega, að herirnir
skyldu mætast og tengjast á Leip-
zig-Dresden svæðinu, því að „aðal-
sókn sovézka liðsins" mundi beinast
„í þá átt“. Árás Rauða hersins mundi
hefjast „í síðari hluta maímánaðar".
Þýðingarmesti hluti svars forsætis-
ráðherrans var svo í þriðja kaflan-
um, þar sem hann virtist óbeint
skýra frá fyrirætlunum sínum við-
víkjandi Berlín. „Berlín hefur misst
sína fyrri hernaðarlegu þýðingu",
sagði hann. Borgin var í rauninni
orðin svo þýðingarlítil, „að sovézka
herforingjaráðið ætlar því aðeins að
láta minni háttar liðssveitir sækja
fram í átt til Berlínar“.
Næsta dag móttók Churchill afrit
af orðsendingu Stalíns til Eisenhow-
ers. Honum fannst inntak hennar
vera mjög grunsamlegt. Hann sendi
Eisenhower skeyti. í því sagði hann:
„Ég álít það nú enn þýðingarmeira
en áður að taka Berlín“. Churchill
bætti því síðan við á mjög afdrátt-
arlausan og ákveðinn hátt, að hann
áliti það nú „mjög þýðingarmikið,