Úrval - 01.05.1966, Síða 101

Úrval - 01.05.1966, Síða 101
HVERJIR TAKA BERLÍN? 99 Shtemenko reis upp. Liðssveitir Eisenhowers gerðu ráð fyrir að um- lykja þýzka herliðið í Ruhrhéraði og ráða niðurlögum þess, sagði hann, og halda síðan til Leipzig og Dres- den. En rétt svona „í leiðinni" ætl- uðu þeir svo að taka Bei'lín. Hann sagði, að þetta mundi líta þannig út, að „þeir væru að hjálpa Rauða hern- um“. En það væri vitað mál, að það væri „aðalmarkmið Eisenhowers" að taka Berlín, áður en sovézka herliðið næði til borgarinnar. Stalín sneri sér síðan að þessum tveim marskálkum sínum. „Jæja“, bætti hann við mjúklega, „hver tek- ur svo Berlín? Við eða Bandamenn"? Koniev varð fyrri til þess að svara : „Við munum gera það“, sagði hann. „Einmitt", sagði Stalín með kímn- isglampa í augum, „svo að þú ert þá þannig náungi“? Síðan varð hann kuldalegri að nýju og sneri sér aft- ur að efninu. Hann lét spurningun- um rigna yfir Koniev. Hvernig ætl- aði Koniev sér að ná Berlín nógu snemma? Var hann undir slíkt bú- inn? „Yrði ekki nauðsynlegt fyrir þig að endurskipuleggja heri þína og láta hinar ýmsu hersveitir breyta um stöðu“? Zhukov greip fram í: „Það er eng- in þörf fyrir slíkar breytingar hjá liðssveitunum á mínum vígstöðvum. Þær eru alveg tilbúnar. Við erum komnir næst Berlín. Við tökum Ber- lín“. Stalín leit þegjandi á þessa tvo menn, og það brá sem snöggvast fyrir brosi á andliti hans. Nú var hann að leika gamla leikinn sinn, að leika þeim hvorum á móti öðr- um. „Ágætt“, sagði hann blíðlega. „Þið verðið báðir kyrrir hérna í Moskvu og útbúið sóknaráætlanir ykkar ásamt herforingjaráðinu. Ég vænti þess, að þær verði tilbúnar innan 48 stunda“. Síðan kinkaði hann kolli lítillega og yfirgaf her- bergið. Klukkan átta um kvöldið var sent svarskeyti til Eisenhowers. Þar var fjallað vandlega um þetta efni í smá- atriðum. „Fyrirætlun yðar er alger- lega í samræmi við fyrirætlun sovézka herforingjaráðsins“, sagði Stalín í þessu svarskeyti sínu. Hann samþykkti algerlega, að herirnir skyldu mætast og tengjast á Leip- zig-Dresden svæðinu, því að „aðal- sókn sovézka liðsins" mundi beinast „í þá átt“. Árás Rauða hersins mundi hefjast „í síðari hluta maímánaðar". Þýðingarmesti hluti svars forsætis- ráðherrans var svo í þriðja kaflan- um, þar sem hann virtist óbeint skýra frá fyrirætlunum sínum við- víkjandi Berlín. „Berlín hefur misst sína fyrri hernaðarlegu þýðingu", sagði hann. Borgin var í rauninni orðin svo þýðingarlítil, „að sovézka herforingjaráðið ætlar því aðeins að láta minni háttar liðssveitir sækja fram í átt til Berlínar“. Næsta dag móttók Churchill afrit af orðsendingu Stalíns til Eisenhow- ers. Honum fannst inntak hennar vera mjög grunsamlegt. Hann sendi Eisenhower skeyti. í því sagði hann: „Ég álít það nú enn þýðingarmeira en áður að taka Berlín“. Churchill bætti því síðan við á mjög afdrátt- arlausan og ákveðinn hátt, að hann áliti það nú „mjög þýðingarmikið,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.