Úrval - 01.05.1966, Page 102
100
ÚRVAL
að við heilsum Rússunum eins aust-
arlega og mögulegt verður11.
Með leitarljósum og reykvarnar-
skýjum.
Þeir Zhukov og Koniev höíðu unn-
ið alveg sleitulaust allan tímann, þar
eð þeir gerðu sér grein fyrir hinum
geysilegu vandamálum, sem finna
yrði nú lausn á í flýti, mörgum vik-
um áður en gert hafði verið ráð fyr-
ir. Þriðjudaginn 3. apríl hittu þeir
Stalín að nýju. 48 klukkustunda
fresturinn var þá ekki enn útrunn-
inn.
Zhukov varð fyrri til þess að
leggja áætlun sína fyrir Stalín. Hann
hafði verið að hugsa um þessa árás
mánuðum saman og kunni alveg á
fingrum sér allar leiðir þær, sem
hið vaxna lið hans skyldi halda til
Berlínar, en til þess töldust 768.100
menn. Hann kunni utan að allar
nauðsynlegar tilfærslur hverrar liðs-
sveitar í sókninni. Hann vissi, hvar
hver liðssveit ætti að vera á hverj-
um tíma. Hann sagði, að aðalárásin
yrði gerð frá brúnum, sem þeir væru
búnir að byggja yfir Oderána fyrir
vestan Kiistrin, en þaðan voru að-
eins 44 kílómetrar til borgarinnar.
Hann ætlaði að beita hvorki meira
né minna en 6 stórherjum við aðal-
sóknina, þar af tveim skriðdreka-
herjum. Hann hafði í hyggju að
hefja aðalárásina með ofboðslegri
skothríð úr 11.000 fallbyssum og öðr-
um byssum stórskotaliðsins. Arás
þessa skyldi hefja síðustu stundirn-
ar fyrir dögun, og þannig ætlaði
hann að blinda Þjóðverja og brjóta
niður baráttukjark þeirra með því
að beina beint að varnarstöðvum
þeirra ofboðslegri skjannabirtu 140
kraftmikilla loftvarnaleitarljósa, á
sama augnabliki og árásin hæfist.
Hann bjóst ákveðið við því, að þessi
leifturárásaraðferð mundi hafa í för
með sér ofboðslegt mannfall meðal
Þjóðverja.
Aætlun Konievs var einnig risa-
vaxin í sniðum, en hún var flóknari.
Þær liðssveitir hans, sem sótt höfðu
lengst fram, voru 75 kílómetra fyrir
suðaustan borgina. En Koniev hafði
verið glúrinn og safnað öllum skrið-
drekasveitum sínum saman í hægri
fylkingararminum, svo að hann gæti
beygt í skyndi til norðvesturs, þegar
búið væri að brjótast í gegnum
fremsta varnarvegg Þjóðverja. og
haldið beint til Berlínar og ef til vill
komizt inn í hana undan Zhukov.
Þetta var hans raunverulega áætl-
un. Hann skýrði þó ekki frá henni
að fullu, heldur hélt hann sig að-
eins við viss framkvæmdaatriði.
Samkvæmt áætlun hans skyldi ár-
ásin gerð í dögun og skyldi sótt taf-
arlaust yfir Neissefljót undir vernd
geysilegs reykvarnarskýs. í sókninni
ætlaði hann að beita 5 stórherjum
og skriðdrekaherjum eða samtals
511.700 mönnum. Hann fór fram á
þátttöku stórskotaliðsins í jafn ó-
trúlega ríkum mæli og Zhukov, eða
250 byssur á hvern kílómetra eða
um eina byssu fyrir hverja 13 feta
sóknarræmu. Til sóknar þessarar
þarfnaðist Koniev tveggja herja í
viðbót, og því yrði hann að taka á
sig áhættu: að hefja árásina, meðan
liðsaukinn væri enn á leiðinni til
vígstöðvanna, og beita þessum við-
bótarherjum svo tafarlaust í sókn-